Vatnsdalur er 25 km langur dalur. Þar nam Ingimundur gamli Þorsteinson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó að Hofi. Vatnsdalsvegur er 40 km langur og liggur um dalinn, beggja vegna Vatnsdalsár sem er með betri laxveiðiám á Íslandi. Vatnsdalurinn er einnig þekktur fyrir nær óteljandi Vatnsdalshóla. Vatnsdæla saga er ættarsaga Hofverja í Vatnsdal en þeir fóru með …
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins
Halldór Laxness (1902-1998) upplifði mestu breytingar sem orðið hafa á einni öld í sögu Íslands; þegar hann hóf að skrifa var Ísland í raun enn bændasamfélag, Reykjavík var smábær og meirihluti íbúa bjó í sveitum. Hann varð þannig þátttakandi í því að færa heila þjóð nánast frá miðöldum til nútímans. Það er þess vegna ekki að undra þótt menn segðu …
Frakkar á Íslandsmiðum
Sýningin Frakkar á Íslandsmiðum er er til húsa í tveimur reisulegum og uppgerðum byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900, Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Meginsýning safnsins er þó í hvorugu húsanna, heldur í undirgöngum sem tengja þau saman. Blómatími Frakka á Íslandsmiðum hófst um 1860 og stóð um 50 ára skeið. Á sýningunni er saga franskra skútusjómanna …
Byggðasafnið í Görðum
Byggðasafnið í Görðum opnaði nýja grunnsýningu í aðalsýningarhúsi safnsins árið 2021 og var safnið tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2022. Á sýningunni er líf íbúa á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit skoðað og sagan rakin frá sjávarþorpi og sveitasamfélagi á 17. öld til nútímalegs kaupstaðar á 21.öld. Sýningin skiptist í fjóra hluta, lífið til sjós, lífið í landi, lífið í vinnu og …
Akranesviti
Tveir vitar eru á Breiðinni á Akranesi. Sá eldri byggður árið 1918 og en sá yngri árið 1944. Árið 2012 var Akranesviti yngri í fyrsta sinn opnaður almenningi til skoðunar en að þeim tíma voru það einungis vitaverðir sem höfðu aðgang að vitanum. Hann er nú orðinn eitt mesta aðdráttarafl í komu ferðamanna á Akranes. Akranesviti sem reglulega er opinn, …
Sjóminjasafnið Ósvör
Sjóminjasafnið í Ósvör samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýningagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Safnið gefur raunhæfa mynd af aðbúnaði vertíðarfólks og þeim búnaði sem notaður var til fiskvinnslu á vetrarvertíð á 19. öld. Safnvörðurinn tekur á móti gestum, íklæddur …
Litlibær í Skötufirði
Saga fjölskyldanna tveggja sem hófu búskap á Litlabæ í Skötufirði árið 1895 er talandi dæmi um fátækt fólk sem byrjaði með tvær hendur tómar en tókst með dugnaði og elju að rísa til bjargálna og sjá fyrir stórum fjölskyldum. Það lifði af því litla sem landið gaf af sér en öðru fremur þeirri lífsbjörg sem það sótti á gjöful fiskimið. …
Bessastaðir á Álftanesi
Bessastaðir á Álftanesi eiga sér merka sögu. Á 13. öld voru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, á næstu öldum eru þeir aðsetur embættismanna, hýsa því næst helstu menntastofnun þjóðarinnar og heimili merkra rithöfunda en verða loks aðsetur þjóðhöfðingja. Saga Bessastaða á 20. öld tengist umfram allt því að þar hefur aðsetur forseta Íslands verið frá því stofnað var til embættisins …
Sjóminjasafnið á Hellissandi
Í Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi eru varðveitt tvö áraskip, áttæringarnir Bliki og Ólafur Skagfjörð. Blika smíðaði Sæmundur Sigurðsson skipasmiður frá Geitareyjum fyrir Jón Jónsson bónda í Akureyjum í Helgafellsveit árið 1826. Bliki er elsta fiskveiðiskip sem varðveitt er á Íslandi. Ólafur var smíðaður í Flatey á Breiðafirði 1875 – 1880. Báðum skipunum var róið frá Hellissandi fram á sjöunda …
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins, er í fimm húsum að grunnfleti alls um 2500 m². Róaldsbrakki er norskt síldarhús, byggt 1906-1907 fyrir Olaf Roald í Álasundi. Síðast var þar söltuð síld árið 1968. Endurbygging hússins hófst árið 1990 og var vígt sem safnhús 1994. Róaldsbrakki er hluti af hinni miklu söltunarstöð sem rekin var í rúmlega …
Herjólfsbær Vestmannaeyjum
Landnámabók er hesta heimildin um landnám Íslands. Í einnig gerð hennar, Hauksbók, er Herjólfur Bárðarson sagður fyrsti landnámsmaðurinn í Vestmannaeyjum. Hann settist líklega að í Herjólfsdal um 900. Margét Hermanns-Auðardóttir fornleifafræðingur hóf uppgröft í dalnum árið 1971 í alls fimm sumur (með hléum fram til 1983). Herjólfsbærinn er talinn vera fyrsta grjóthlaðna íbúðarhús á Íslandi. Árið 2005 var byggð eftirmynd …
Keldur á Rangárvöllum
Keldur eru fornt höfuðbýli þar sem höfðingi Oddaverja, Jón Loftsson, bjó sín síðustu æviár. Á Keldum var jafnframt kaþólskt klaustur í eina tíð. Þar er að finna torfbæ af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem hefur varðveist á Suðurlandi. Úr skálanum liggja jarðgöng sem talin eru vera frá 12. eða 13. öld og hafa vafalítið verið …
Hellarnir við Hellu
Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og …
Vesturfarasetrið á Hofsósi
Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnað 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914. Markmið setursins er að segja sögu fólksins sem fór og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Vesturfarasetrið býður upp á fjórar sýningar í þremur húsum auk ættfræðiþjónustu, bókasafn og íbúð fyrir fræðimenn. Sýningin Annað land – Annað líf gefur góða …
Hólar í Hjaltadal
Hólar í Hjaltadal er sögufrægur staður, umkringdur tignarlegum fjöllum, og eitt helsta menningar- og menntasetur landsins í nær þúsund ár. Þar var biskupssetur frá 1106 til 1798. Þar er bæði að finna Háskólann á Hólum og Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja á Íslandi (frá 1783) með merkum kirkjugripum . Nýibær er fallegur torfbær sem reistur var árið 1860 og á …
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands er sjálfeignastofnun sem hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Frá árinu 1993 hefur …
EDDA – handritasýning
Árnastofnun, eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er rannsóknarstofnun með sjálfstæðan fjárhag og heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem stofnuninni eru falin eða hún á. Stofnunin er nýflutt …
Minjastofnun Íslands
Minjastofnun Íslands hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Hún er stjórnsýslustofnun, sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, og annast framkvæmd minjavörslu í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar frá árinu 2013. Fornminjasjóður og Húsafriðunarsjóður heyrar undir Minjastofnun. Landinu er skipt í átta minjasvæði. Á hverju þeirra eru minjaverðir og minjaráð. Meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja eftir …
Víkingaheimar
Hinir einstaklega fallegu Víkingaheimar hýsa víkingaskipið Íslending, sem smíðað var af hagleikssmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni frá Vestmannaeyjum. Gunnar sigldi skipinu árið 2000 frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands og New York, ásamt átta manna áhöfn. Tilefnið var að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Ameríku þúsund árum fyrr. Víkingaskipið Íslendingur er nákvæm eftirgerð af Gauksstaðaskipinu sem fannst við uppgöft í Vestfold Noregi …
Byggðasafnið á Garðskaga
Byggðasafnið á Garðskaga, frá 1995, er staðsett á fallegu safnasvæði við Garðskagavita í Suðurnesjabæ, nyrsta odda Reykjanesskagans sem er í Reykjanes Geopark og á lista UNESCO yfir landsvæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun. Þar er víðsýnt til allra átta, fjölbreytt fuglalíf, hafið í …
Minjasafnið Bustarfelli
Í hinum fallega dal, Hofsárdal, stendur gamla ættarsetrið Bustarfell. Þessi torfbær, með rauðum stöfnum og grasi vöxnu þaki, er einn af elstu og best varðveittu bæjum sinnar tegundar á landinu. Árið 1532 keyptu Árni Brandsson og kona hans Úlfheiður bæinn Bustarfell. Síðan hefur sama ættin búið þar alla tíð. Lögð er áhersla á að sýning gripa sé sett upp á …
Múlastofa á Vopnafirði
Múlastofa á Vopnafirð er í elsta húsi bæjarins, Kaupvangi (byggt 1884), sem einnig er menningarmiðstöð staðarins. Þar er sögð saga þeirra landskunnu bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona sem fæddir voru að Kirkjubóli í Vopnafirði. Jón Múli (1921-2002) var þekktur fyrir störf sín sem útvarpsmaður, jazzisti og lagahöfundur. Jónas (1923-1998) var blaðamaður, ljóðskáld og alþingismaður. Saman sömdu þeir bræður ýmsa …
Safn Jóns Sigurðssonar
Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011, forystumanns sjálfstæðissinna á 19. öld, opnaði sýningin „Líf í þágu þjóðar – Jón Sigurðsson 1811-1879“ á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hún fjallar um líf og starf Jóns, sem fæddist og ólst upp á Hrafnseyri. Upplýsingum á sýningunni er komið fyrir á hjúpi úr plexígleri sem liðast sem samfellt straumfall úr …
Byggðasafn Vestfjarða
Í þeim hluta Ísafjarðar sem kallaður er Neðstikaupstaður stendur elsta húsaþyrping landsins. Þetta eru fjögur hús sem öll voru byggð af dönskum einokunarkaupmönnum á 18. öld. Húsaþyrpingin samanstendur af Faktorshúsi, Krambúð, Turnhúsi og Tjöruhúsi. Faktorshús og Krambúð eru nú íbúðahús og í Turnhúsi er sjóminjasafn. Í Tjöruhúsi getur Byggðasafn Vestfjarða boðið uppá aðstöðu til funda- og veisluhalda allan ársins hring. …
Ísafjörður Guide
Ísafjarðarganga – ferð í gegnum tímann Á Ísafirði, höfuðstað Vestfjarða, er vel varðveittur miðbær með húsum frá 19. öld sem endurspegla m.a. útgerðar- og verslunarsögu staðarins og fólksins sem þar bjó. Leiðsögukonan sem er klædd eins og fiskverkakona á 19. öld hittir ykkur við upplýsingamiðstöð ferðamanna í bænum. Hún leiðir ykkur í gegnum gamla bæinn og síðan upp í hlíðina …
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er að finna 7 sýningar. Í Pakkhúsinu, Sívertsens húsinu, Bookless Bungalow, Siggubæ, Beggubúð, Gúttó og á Strandstígnum. Á sýningunni „Þannig var…” í Pakkhúsinu er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Á efstu hæð hússins er skemmtileg leikfangasýning sérstaklega ætluð börnum. Í …
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn um 20 húsa frá mismunandi tímum auk gamla torfbæjarins Árbæjar sem mynda torg, þorp og sveit. Hægt er að ganga um húsin og fá innsýn í byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík. Margar skemmilegar sýningar eru í Árbæjarsafni, svo sem leikfangasýning, sýning um forleifauppgröft á staðnum, um sögu ljósmyndunar o.fl. Á sumrin má sjá húsdýr og upplifa mannlíf …
Duus Safnahús
Duus Safnahús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar og hýsa aðal sýningarsali bæði Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þar er einnig Gestastofa Reykjaness Jarðvangs og fleiri sýningar. Í Listafninu getur fólk kynnt sér nýjustu strauma í myndlist en safnið hefur getið sér gott orð fyrir metnaðarfullar sýningar. Bryggjuhúsið frá 1877 er merkasta bygging safnsins en það var reist sem lagerhús fyrir Duus …
Laufás í Eyjafirði
Gamli torfbærinn í Laufási, sunnan við Grenivík, er hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins sem Minjasafnið á Akureyri hefur umsjón með. Búsetu í Laufási má rekja aftur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins eru viðir frá 16. og 17. öld. Bærinn var endurbyggður 1853-1882. Laufásbærinn er í nú húsmunum og áhöldum líkur því sem tíðkaðist í kringum 1900. Í gestastofunni …
Minjasafnið á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri hefur frá upphafi verið í reisulegu íbúðarhúsi sem reist var 1934. Í því og sýningarsölunum frá 1978 eru sýningar safnsins. Stærsti gripur Minjasafnsins er svartbikuð timburkirkja stendur í Minjasafnsgarðinum sem var upphaflega byggð að Svalbarði austanmegin Eyjafjarðar árið 1846. Minjasafnsgarðurinn er ein af perlum Minjasafnsins og safngripur í sjálfu sér. Garðurinn er einn örfárra varðveittra íslenskra skrúðgarða frá aldamótunum …
Sauðaneshúsið á Langanesi
Sauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður 7 km norðan við Þórshöfn. Sauðaneshús, gamli prestsbústaðurinn, var byggt árið 1879 úr grágrýti og telst því elsta steinhús í Þingeyjarsýslum. Þar er áhugaverð minjasýning „Að sækja björg í björg“ sem dregur upp mynd af lífinu á Langanesi þegar búið var í húsinu. Þar er einnig veitingasala. Tíu hugmyndir að afþreyingu á Norðurlandi eystra: …
Grenjaðarstaður í Aðaldal
Grenjaðarstaður í Aðaldal er einn stærsti torfbær landsins. Elsti hluti hans var reistur árið 1865 en búið var í bænum til ársins 1949. Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur, og þar var áður starfrækt pósthús. Torfbærinn er nú byggðasafn með á annað þúsund gripa og hægt er að ganga þar um og ímynda sér líf ábúenda fyrr …
Skriðuklaustur í Fljótsdal
Skriðuklaustur er sögustaður í Fljótsdal með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Skriðuklaustur var Ágústínusarklaustur sem starfaði frá 1493 til siðaskipta 1550. Það var fyrst og fremst hæli fyrir sjúka og fátæka og þar var starfrækt sjúkrahús. Minjasvæðið er opið allt árið. Á Skriðuklaustri stendur herragarðshúsið sem …
Skansinn í Vestmannaeyjum
Skansinn var fallbyssuvirki sem Danakonungur lét reisa til að verjast erlendum kaupmönnum. Eftir Tyrkjaránið 1627 voru þar vopnaðir verðir. Á Skanssvæðinu er Stafkirkjan, eftirlíking af elstu kirkju á Íslandi. Kirkjan er gjöf frá Norðmönnum, byggð árið 2000 í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitökunnar. Þar er einnig Landlyst, fyrsta fæðingarheimili landsins og eitt elsta hús í Vestmannaeyjum frá 1848. Þar …
Sagnheimar, Vestmannaeyjum
Sagnheimum í Vestmannaeyjum tilheyra þrjú söfn: Byggðasafnið, Náttúrugripasafnið og Skanssvæðið. Stuðst er við nýjustu tækni við að miðla fræðslu til gesta. Stór hluti sýningarsvæðisins í byggðasafninu er svokallað bryggjusvæði þar sem hlusta má á átakanlegar sjóslysasögur, ótrúleg björgunarafrek og sjómannasöngva, skoða beituskúr, verbúð og bjargveiðikofa. Tyrkjaránið, á einnig sinn sess á sýningunni, en árið 1627 námu sjóræningjar íbúa eyjanna á …
Teigarhorn – fólkvangur
Glitrandi steinar laða ferðalanga til fólkvangsins Teigarhorns við Berufjörð, en þar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum. Þar finnast auk þess aðrar steindir, s.s. ópall, bergkristall og silfurberg. Bærinn Teigarhorn skipar einnig sérstakan sess í sögu íslenskrar ljósmyndunar. Þar starfaði Nicoline Weywadt, sem hóf störf við ljósmyndun 1872, fyrst kvenna á Íslandi, og systurdóttir hennar, Hansína Björnsdóttir. Teigarhorn …
Langabúð á Djúpavogi
Langabúð er elsta hús á Djúpavogi, reist árið 1790 (suðurhlutinn árið 1850). Þar er safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera, minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann, auk minjasafns. Á veitingastað Löngubúðar er boðið upp á girnilegar súpur, heimabakað brauð, kökur, pönnukökur og annað góðgæti. Ýmsir viðburðir er haldnir í Löngubúð. Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðausturlandi og Austfjörðum: Gakktu upp á …
Hornafjarðarsöfnin
Innan Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar eru söfn Sveitarfélagsins Hornafjarðar: byggða-, sjóminja- og náttúrugripasafn, listasafnið Svavarssafn, bókasafn og héraðsskjalasafn. Svavarssafn – listasafn. Svavar Guðnason, abstrakt listmálari, fæddist á Höfn árið 1909. Hann er talinn vera einn af mikilvægustu málurum Íslands á 20. öldinni og var róttækur meðlimur í COBRA listahópnum. Kjarni safneignar listasafnsins samanstendur af verkum Svavars Guðnasonar. Safnið á einnig verk eftir …
Þórbergssetur á Hala
Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er tileinkað lífi og starfi Þórbergs Þórðarsonar, eins merkasta rithöfundar 20. aldar (1888-1974). Hús setursins er auðþekkjanlegt með sínar risavöxnu bókarkili á efri langhlið. Þar eru fróðlegar og áhugaverðar sýningar um sögu þessarar afskekktu sveitar og verk Þórbergs. Hann ólst upp á Hala, í skugga Vatnajökuls og milli beljandi jökulfljóta. Íbúarnir voru mjög einangraðir, en …
Skógasafn
Skógasafn undir Eyjafjöllum sem var stofnað árið 1949 er í raun mörg söfn þar sem má fræðast um sögu svæðisins, samgöngur og sjósókn. Húsasafninu tilheyra torfbær, skólabygging frá upphafi 20. aldar og fleiri gömul hús. Röltu á milli þeirra, gakktu í bæinn, skoðaðu gamla muni og innréttingar og sjáðu fyrir sér lífið á liðnum tímum. Á Byggðasafninu er yfirgripsmikið safn …
Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal
Á þjóðveldisöld var Þjórsárdalur gróinn og búsældarlegur, en árið 1104 varð mikið gos í Heklu sem umbreytti dalnum í gróðursnauða auðn. Þar hafa fundist fjölmargar rústir og sú merkasta er af stórbýlinu Stöng. Árið 1974, í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, var Þjóðveldisbærinn reistur með Stangarbærinn sem fyrirmynd. Reisulegur torfbærinn ber vott um stórhug höfðingja á þjóðveldisöld. Hann er …
Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka er í raun mörg söfn sem segja sögu heldri manna og alþýðunnar. Fortíðin lifnar við á fjölbreyttum sýningum safnsins en Eyrarbakki er í jaðri Gullna hringsins, vinsælustu ferðaleiðar á Íslandi. „Húsiðˮ, sem nefnt var svo því það gnæfði yfir torfhúsin þegar það var reist árið 1765, var heimili kaupmanna í nær 200 ár og eitt helsta …
Skálholt
Upplifðu þúsund ára sögu Skálholts, sem varð fyrsti biskupsstóll Íslands árið 1056. Þar stóð stærsta kirkja sem reist hefur verið á Íslandi, en núverandi kirkja frá árinu 1963 er mun minni. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti og var það fyrsta þéttbýlið á Íslandi. …
Laugarvatnshellar
Laugarvatnshellar eru manngerðir hellar á milli Þingvalla og Laugarvatns sem tilgáta er um að Papar hafi búið til fyrir landnám norrænna manna á Íslandi. Fyrir 100 árum síðan bjuggu þar ung hjón ásamt tveimur börnum sínum og búfénaði. Þau veiddu rjúpur og seldu þær í Reykjavík til að afla tekna. Þau voru einnig með greiðasölu fyrir ferðalanga sem á leið …
Þingvellir
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Á Þingvöllum var Alþingi stofnað árið 930 og kom þar saman til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum Íslendinga. Þingvellir eru jafnframt náttúruundur á heimsvísu og þar er elsti þjóðgarður Íslendinga. Fræðslumiðstöðin við Hakið …
Eiríksstaðir
Eiríksstaðir í Haukadal Dölum er lifandi safn þar sem þú upplifir víkingatímann á persónulegan hátt. Yljaðu þér við langeldinn í tilgátuhúsinu og hlýddu á sagnameistara í víkingaklæðnaði segja frá ábúendunum. Staðinn má nefna „vöggu landafundanna“ því þar hér reisti Eiríki rauði sér bú og stofnaði fjölskyldu með Þjóðhildi konu sinni. Eiríkur settist síðar fyrstur norrænna manna að á Grænlandi og …
Glaumbær í Skagafirði
Starfsemi í Glaumbæ er í höndum Byggðasafns Skagfirðinga, sem sér um varðveislu, rannsóknir og miðlun skagfirskrar menningar og minja. Bæjarins er fyrst getið í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu, en þar kemur fram að Snorri Þorfinnsson, sem fæddist á Vínlandi um árið 1000, hafi búið þar. Móðir hans var Guðríður Þorbjarnardóttir, víðförulasta kona á víkingaöld. Stytta af þeim mæðginum …