Herjólfsbær Vestmannaeyjum

Byggingar

Landnámabók er hesta heimildin um landnám Íslands. Í einnig gerð hennar, Hauksbók, er Herjólfur Bárðarson sagður fyrsti landnámsmaðurinn í Vestmannaeyjum. Hann settist líklega að í Herjólfsdal um 900. Margét Hermanns-Auðardóttir fornleifafræðingur hóf uppgröft í dalnum árið 1971 í alls fimm sumur  (með hléum fram til 1983). Herjólfsbærinn er talinn vera fyrsta grjóthlaðna íbúðarhús á Íslandi.  Árið 2005 var byggð eftirmynd þess bæjar í Herjólfsdal (tilgátubær).

Sýningin Líf í Herjólfsdal  mun opna í Herjólfsbæ (tilgátubænum) vorið 2023. Þar geta gestir kynnst Herjólfi, fjölskyldu hans og þrælum og þar með heimilislífi fólks á Íslandi við upphaf 10. aldar. Birtast þau gestum sem vandaðar eftirmyndir í fullri stærð af Herjólfi, Freyju konu hans og börnum þeirra, Vilborgu, Melkorku, Flóka og Ásvöru . Þá kynnast gestir einnig þrælunum Kormáki og Immu sem og húsdýrum staðarins. Sýningin er því byggð á þeim heimildum og sögum til eru en einnig á  tilgátum og skáldskap til að geta í eyðurna.

Tíu tillögur að afþreyingu í Vestmannaeyjum og á fastalandinu í nágrenninu.

  1. Gakktu á fell og kletta í Heimaey, svo sem Heimaklett, Helgafell og Eldfell sem varð til í gosinu árið 1973 (jarðvegurinn enn heitur á nokkru dýpi). Þar er frábært útsýni yfir eyjarnar og upp á land.
  2. Skoðaðu gosminjasýninguna í Eldheimum þar sem fjallað er um Heimaeyjargosið árið 1973 á áhrifamikinn hátt.
  3. Farðu í siglingu um eyjarnar. Sjáðu þar meðal annars „Fílinn“, klett sem líkist fílshöfði, lunda og aðra sjófugla.
  4. Prófaðu að sveifla þér í Spröngunni í Heimakletti (kaðall með hnútum), sem er erfiðar en sýnist.
  5. Heimaey hentar vel til að fara á kajak, stunda hjólleiðar, sjóböð, golf …og fleira!
  6. Matgæðingar njóta sín vel á góðum veitingastöðum í Eyjum og þar er einnig brugghús!.
  7. Aftur til meginlandsins: „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi. Áhugaverðir fossar eru meðal annars Skógafoss, Seljalandsfoss, Hjálparfoss, Háifoss og Gullfoss.
  8. Farðu í skipulagað jöklagöngu á Sólheimajökul og í snjósleðaferð á Mýrdalsjökul.
  9. Skoðaðu svartan sandinn í Reynisfjöru, brimið, stuðlabergsklettana og Reynisdranga. En farðu varlega, öldurnar geta verið lífshættulegar!
  10. Skoðaðu hin mörgu náttúru- og jarðfræðiundur í Kötlu jarðvangi og heimsæktu Kötlusýninguna á Vík.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visitvestmannaeyjar.is og www.south.is

Básaskersbryggju, 900 Vestmannaeyjar
info@herjolfstown.is
www.herjolfstown.is
852 6939
Opnunartímar:

Daglega kl. 10-17.

Fyrir hópabókanir sendið vinsamlegast tölvupóst á info@herjolfstown.is

Leiðsögn
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is