Um okkur

SSF – Samtök um söguferðaþjónustu voru stofnuð af 18 aðilum árið 2006. Markmið samtakanna er að efla söguferðaþjónustu á Íslandi og að vera samráðsvettvangur þeirra aðila er stunda slíka ferðaþjónustu hvort sem það eru opinber söfn eða einkaaðilar. Með söguferðaþjónustu er átt við ferðaþjónustu sem leggur áherslu á að miðla til ferðamanna íslenskum miðaldabókmenntum, sögu þjóðarinnar frá fortíð til samtíðar og hverskyns menningararfleifð. Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og nú eru félagar um 80 talsins á öllu landinu.