Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal

ArfleifðByggingarVíkingar

Á þjóðveldisöld var Þjórsárdalur gróinn og búsældarlegur, en árið 1104 varð mikið gos í Heklu sem umbreytti dalnum í gróðursnauða auðn. Þar hafa fundist fjölmargar rústir og sú merkasta er af stórbýlinu Stöng.

Árið 1974, í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, var Þjóðveldisbærinn reistur með Stangarbærinn  sem fyrirmynd.  Reisulegur torfbærinn ber vott um stórhug höfðingja á þjóðveldisöld. Hann er þiljaður að innan með hátt til lofts og vítt til veggja. Auðvelt er að sjá fyrir sér fólkið sem sat þar við langeldinn og skrafaði saman meðan það snæddi kvöldverð og spann ull. Á vefstólnum er vefur í vinnslu; það virðist sem íbúarnir hafi aðeins yfirgefið híbýli sín stundarkorn.

Þjóðveldisbærinn er vinsæll meðal ferðamanna sem vilja setja sig inn í líf og störf fólks fyrr á öldum. Einu sinni á ári er Miðaldadagur haldinn þar, lifandi sýning sem gestir taka virkan þátt í. Bærinn kom fyrir í sjónvarpsþáttunum vinsælu Game of Thrones, sem jók enn á vinsældir hans.

Náttúra Þjórsárdals er fjölbreytt og heillandi, en þar eru m.a. Háifoss og Hjálparfoss. Gjáin er sérstætt náttúruundur, en þangað er hægt að ganga frá rústum bæjarins að Stöng. Í dalnum eru fleiri fallegar gönguleiðir og tjaldsvæði.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á vestanverðu Suðurlandi:

  1. Finndu til smæðar þinnar við Skógafoss og farðu göngustíginn upp að brún hans. Ef þú heldur áfram upp eftir Skógaá muntu sjá fjölda fagurra en minni fossa.
  2. Ganga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum og að friðlandinu í Þórsmörk, er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi.
  3. „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi; aðrir áhugaverðir fossar eru meðal annars Hjálparfoss, Háifoss, Gullfoss, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss.
  4. Skoðaðu sögustaði Njáls sögu og vel varðveitta torfbæinn að Keldum á Rangárvöllum.
  5. Skoðaðu eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna LAVA á Hvolsvelli og Heklusetrið á Leirubakka.
  6. Gakktu inn í Rútshelli, líklega elsta manngerða helli á Íslandi.
  7. Baðaðu þig í náttúrulaug í Landmannalaugum og í Seljavallalaug og upplifðu magnað umhverfi á báðum stöðum.
  8. Bleyttu þig enn frekar! Auk margra sundlauga á svæðinu eru Gamla laugin á Flúðum og Fontana Spa á Laugarvatni kjörnir staðir til þess.
  9. Heimsæktu gróðurhús! Þú getur fræðst um vistheimilið Sólheima, tómataræktun í Friðheimum, svepparækt á Flúðum og smakkað á gómsætum réttum úr afurðum þeirra.
  10. Lærðu allt um íslenska hestinn á sýningum í Friðheimum, í hesthúsheimsókn að Sólvangi og í styttri eða lengri reiðtúrum með einhverri af hestaleigu svæðisins.

Nánari upplýsingar á  www.south.is

Árnes, 801 Selfoss
info@thjoldveldisbaer.is
www.thjodveldisbaer.is
486 6115
Opnunartímar:

1/6-31/8 daglega kl. 10-17.

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Rústirnar á Stöng eru aðgengilegar á sumrin.

GönguleiðirHreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjastaðurSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is