Skógasafn

ArfleifðByggingarIðnaðurMaturNáttúra

Skógasafn undir Eyjafjöllum sem var stofnað árið 1949 er í raun mörg söfn þar sem má fræðast um sögu svæðisins, samgöngur og sjósókn. Húsasafninu tilheyra torfbær, skólabygging frá upphafi 20. aldar og fleiri gömul hús. Röltu á milli þeirra, gakktu í bæinn, skoðaðu gamla muni og innréttingar og sjáðu fyrir sér lífið á liðnum tímum.

Á Byggðasafninu er yfirgripsmikið safn muna sem tengjast sjósókn og útræði frá sunnlenskum brimsöndum. Höfuðprýði safnsins er áttæringurinn Pétursey, byggður árið 1855 og í notkun til 1946. Þar eru einnig munir sem tengjast störfum bænda, hlutir úr daglegu lífi fyrr á öldum, húsbúnaðar, sýnishorn af handverki og uppstoppuð dýr.

Nýjasta viðbótin er Samgöngusafnið frá árinu 2002, með munum og farartækjum sem sýna þróun samgangna í landinu. Þar er einnig 80 ára sögu björgunarsveitanna gerð skil og einnig sögu landpóstanna.

Á safninu er góð minjagripasala og veitingastaðurinn Skógakaffi.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðurlandi:

  1. Finndu til smæðar þinnar við Skógafoss og farðu göngustíginn upp að brún hans. Ef þú heldur áfram upp eftir Skógaá muntu sjá fjölda fagurra en minni fossa.
  2. Ganga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum og að friðlandinu í Þórsmörk, er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi.
  3. „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi; aðrir áhugaverðir fossar eru meðal annars Gullfoss, Hjálparfoss, Háifoss, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss.
  4. Skoðaðu sögustaði Njáls sögu og vel varðveitta torfbæinn að Keldum á Rangárvöllum.
  5. Farðu í skipulagað jöklagöngu á Sólheimajökul og í snjósleðaferð á Mýrdalsjökul.
  6. Skoðaðu svartan sandinn í Reynisfjöru, brimið, stuðlabergsklettana og Reynidranga. En farðu varlega, öldurnar geta verið lífshættulegar!
  7. Skoðaðu hin mörgu náttúru- og jarðfræðiundur í Kötlu jarðvangi og heimsæktu Kötlusýninguna á Vík.
  8. Baðaðu þig í Seljavallalaug eða í náttúrulauginni í Landmannalaugum. Magnað umhverfi er á báðum stöðum.
  9. Heimsæktu eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna LAVA á Hvolsvelli og Eldheima í Vestmannaeyjum.
  10. Gakktu inn í Rútshelli, líklega elsta manngerða helli á Íslandi.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is

Skógasafn, 861 Hvolsvöllur
booking@skogasafn.is
www.skogasafn.is/
487 8845
Opnunartímar:
  • Júní-ágúst kl. 09-18
  • September-október kl. 10-17
  • Nóvember-apríl kl. 10-16
  • Maí kl. 10-17
GönguleiðirHreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is