Hólar í Hjaltadal

ArfleifðByggingarHátíðirMinjarNáttúra

Hólar í Hjaltadal er sögufrægur staður, umkringdur tignarlegum fjöllum,  og eitt helsta menningar- og menntasetur landsins í nær þúsund ár. Þar var biskupssetur frá 1106 til 1798. Þar er bæði að finna Háskólann á Hólum og Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja á Íslandi (frá 1783) með merkum kirkjugripum .

Nýibær er fallegur torfbær sem reistur var árið 1860 og á Sögusetri íslenska hestsins má læra allt um samspil manns og hests í aldanna rás. Auðunarstofa, eða Timburstofan, var reist á Hólum á árunum 1316 til 1317 og stóð í tæp 500 ár, uns hún var rifin árið 1810. Hún var endurgerð, nokkuð breytt, og opnuð á ný árið 2002. Þar eru m.a. haldnar sýningar á biblíum og öðrum prentverkum frá tímum Hólaprentsmiðju sem þar var starfrækt með hléum 1530-1799.

Kaffi Hólar býður upp á gómsæta rétti, úr fyrsta flokks hráefni sem kemur úr héraði. Gisting í vel búnum húsum fyri 2-6. Skemmtilegar gönguleiðir og gönguleiðakort.

Tíu hugmyndir að afþreyingu í Skagafirði:

  1. Farðu í bátsferð með leiðsögn út í Drangey þar sem heimamenn létu fé ganga úti, veiddu fugla og týndu egg þeirra. Þar dvaldi útlaginn Grettir Ásmundarson á flótta undan yfirvöldum og var að lokum veginn þar.
  2. Baðaðu þig í endurgerðri Grettislaug á Reykjaströnd, þar sem Grettir sterki hitaði sig upp sig eftir erfitt sund frá Drangey og í land (um 7 km).
  3. Taktu þátt í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld (árið 1238) á sýndarveruleikasýningunni 1238: Baráttan um Ísland á Sauðárkróki.
  4. Til að halda áfram ferðinni gegnum söguna skaltu heimsækja hinn vel varðveitta torfbæ í Glaumbæ Þar lærir þú um byggingarlist þess tíma og daglegt líf fólks á öldum áður. Þar er einnig stytta af Guðríði Þorbjarnardóttur, víðförulustu konu víkingaaldar, og syni hennar Snorra Þorfinnssyni sem er sagður vera fyrsti Evrópubúinn sem fæddist í Vesturheimi.
  5. Farðu í skemmtilega fljótasiglingu (rafting) í Austari-og Vestari-Jökulsá.
  6. Á meðal þú ert staddur í vöggu hestamennsku á Íslandi (Skagafirði) er við hæfði að fara í hestaferð. Ef þú ert á ferðinni að hausti skaltu ekki missa af stóðréttunum í Laufskálarétt, sem eru sannkölluð sveitahátíð.
  7. Heimsæktu sögu- og listsýninguna í Kakalaskála þar sem þú fræðist um Haugsnesbardaga árið 1246, mesta bardaga Sturlungaaldar. Skoðaðu þar einnig „Grjóther“ Sigurðar Hansen sem er utandyra.
  8. Á Vesturfarasetrinu á Hofsósi fræðist þú um orlög Íslendinga sem fluttust til Vesturheims undir lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar.
  9. Syntu og slakaðu á í sundlauginni á Hofsósi þar sem er frábært útsýni til Drangeyjar og víðar.
  10. Heimsæktu Víðimýrarkirkju, nærri Varmahlíð. Hún var byggð árið 1834 og er ein fallegasta og best varðveitta torfkirkja á Íslandi.

Nánari upplýsingar á www.visitskagafjordur.is

Hólar í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur
booking@visitholar.is
www.visitholar.is eða holar@holar.is (skólinn)
662 4156 (Visit Hólar)
455 6300 (skólinn)
Opnunartímar:
  • Hóladómkirkja opin alla daga kl. 10-18.
  • Kaffi Hólar. Vetraropnun (sept.-maí) kl. 8-16. Hópar á kvöldin eftir samkomulagi.
  • Gisting opin allt árið á www.visitholar.is
  • Sögusetur íslenska hestsins.  Lokað tímabundið í vetur.
GistingGönguleiðirHreinlætisaðstaðaMinjastaðurSöguslóðSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is