Hornafjarðarsöfnin

ArfleifðByggingarList

Innan Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar eru söfn Sveitarfélagsins Hornafjarðar: byggða-, sjóminja- og náttúrugripasafn, listasafnið Svavarssafn, bókasafn og héraðsskjalasafn.

Svavarssafn – listasafn. Svavar Guðnason, abstrakt listmálari, fæddist á Höfn árið 1909. Hann er talinn vera einn af mikilvægustu málurum Íslands á 20. öldinni og var róttækur meðlimur í COBRA listahópnum. Kjarni safneignar listasafnsins samanstendur af verkum Svavars Guðnasonar. Safnið á einnig verk eftir aðra hornfirskra málara sem og fleiri sem hingað hafa komið til að vinna verk sín svo sem Ásgrím Jónsson, Jón Þorleifsson og Höskuld Björnsson. Listasafnið stendur fyrir minnst þremur fjölbreyttum sýningum árlega en leggur áherslu á að sýna verk Svavars á sumrin.

Menningarmiðstöðin er með sýningu á verbúð í Miklagarði, húsi sem reist við bryggjuna á Höfn 1919-1920. Í húsinu voru sjö verbúðir sem hver rúmaði tvær áhafnir, beitingaskúra og pakkhús. Á vertíð var Mikligarður því heimili hátt í 150 manna. Ein verbúð hefur nú verið færð til upprunalegs horfs og er til sýnis fyrir gesti. Þar er skáli sjómanna og landmanna, eldhús, búr og svokallað „prívat“ en það er vistarvera ráðskvennanna.

Í Gömlubúð er Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn en húsið er elsta atvinnuhúsnæði bæjarins, verslunarhús sem var upphaflega byggt að Papósi í Lóni 1864. Þar er fræðslusýning um náttúru svæðisins í víðu samhengi, áhrif Vatnajökuls á landmótun, dýralíf og gróður, en einnig um mannlífið sem þrifist hefur í nálægð við jökulinn í aldanna rás.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðausturlandi og Austfjörðum:

  1. Smakkaðu gómsætan humar einu af veitingahúsinu á Höfn, „höfðustað humarsins“ á Íslandi.
  2. Prófaðu heitu pottana utandyra að Hoffelli, þar sem er gnægð jarðhita.
  3. Bókaðu ferð í hreindýraskoðun, fuglaskoðun eða annars konar upplifun í villtri náttúrunni.
  4. Skoðaðu Þórbergssetur á Hala í Suðursveit sem er tileinkað lífi og starfi Þórbergs Þórðarsonar, eins merkasta rithöfundar 20. aldar (1888-1974).
  5. Lærðu um sögu Hans Jónatans, fyrsta hörundsdökka íbúa Djúpavogs, sem flúði úr þrældómi í Karíbahafi. Hann varð síðan verslunarmaður og mikilvægur þegn í samfélaginu.
  6. Skoðaðu „Eggin í Gleðivík“, frábært listaverk Sigurðar Guðmundssonar í Djúpavogi. Um er að ræða 34 egg fuglategunda sem verpa í nágrenninu mótuð í steina og í yfirstærð.
  7. Komdu við og smakkaðu á bjór frá Beljandi handverksbrugghúsi og krá á Breiðdalsvík.
  8. Skoðaðu síðan fossinn Beljanda í Breiðdalsá, sem brugghúsið er skírt eftir.
  9. Fjöll Austfjarða eru fræg fyrir litríkar steintegundir; á Steinasafni Petru á Stöðvarfirði er ótrúlega fjölbreytt steinasafn til sýnis.
  10. Fylgdu í fótspor franskra sjómanna við Ísland sem höfðu bækistöðvar sínar á Fáskrúðsfirði. Skoðaðu Franska spítalann, sem nú hýsir glæsilegt hótel, og sýningu þar um sjómennina.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.vistitvatnajokull.is  eða www.east.is

Nýheimum, Hafnarbraut 27, 780 Höfn
hornafjardarsofn@hornafjordur.is
www.hornafjordur.is/listasafn
470 8055
Opnunartímar:

 Svavarssafn:               

  • Júní-ágúst. Virka daga 9-12 og 13-14. Um helgar 13-17.
  • September – maí. Virka daga 9-12 og 13-15.

Mikligarður og Gamlabúð: 

  • Maí – september. Virka daga 9-18. Um helgar 9-17.
  • September – maí. Virka daga 10-16.
HreinlætisaðstaðaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is