Múlastofa á Vopnafirði

ArfleifðByggingar

Múlastofa á Vopnafirð er í elsta húsi bæjarins, Kaupvangi (byggt 1884), sem einnig er menningarmiðstöð staðarins. Þar er sögð saga þeirra landskunnu bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona sem fæddir voru að Kirkjubóli í Vopnafirði.

Jón Múli  (1921-2002) var þekktur fyrir störf sín sem útvarpsmaður, jazzisti og lagahöfundur.  Jónas (1923-1998)  var blaðamaður, ljóðskáld og alþingismaður. Saman sömdu þeir bræður ýmsa söngleiki og revíur sem nutu almannahylli, s.s. Deleríum Búbónis og Þið munið hann Jörund.  Mörg lög þeirra bræðra urðu jafnframt vinsælir söngtextar. Í Múlastofu má meðal annars hlýða á raddir bræðranna, tal og söng, og horfa á myndbönd úr safni Ríkissjónvarpsins.

Kaffihús er í Kaupvangi.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í Vopnafirði og nágrenni:

  1. Heimæktu Minjasafnið á Bustarfelli í Hofsárdal. Skoðaðu gamla,  fallega torfbæinn og fáðu þér síðan veitinga í kaffihúsinu Hjáleigunni.
  2. Skoðaðu söguslóðir Vopnfirðinga sögu.
  3. Baðaðu þið í fallegu sundlauginni í Selárdal sem staðsett er við bakka Selár.
  4. Skrepptu upp á Hellisheiði eystri þar sem er gríðargott útsýni yfir Héraðsflóa og víðar.
  5. Heimsæktu Borgarfjörð eystri og skoðaðu lunda í návígi við smábátahöfnina.
  6. Skoðaðu á Möðrudal á fjöllum og kynntu þér mikla uppbyggingu á staðnum þar sem Herðubreið gnæfir við himin.
  7. Skoðaðu Stuðlagil á Jökuldal með sínum ægifögrum bergmyndunum.
  8. Laugaðu þig í Vök, nýju böðunum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum.
  9. Gakktu upp að Helgifossi í Fljótsdal, sem er meðal hæstu og fegurstu fossa landsins.
  10. Skoðaðu sýningu um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsstofu. Hún er í göngufæri frá Skriðuklaustri þar sem fræðast má um skáldið Gunnar Gunnarsson, klausturminjar og snæða í Klausturkaffi.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.vopnafjardarhreppur. is og www.east.is

Kaupvangur, 690 Vopnafjörður
info@vopnafjardarhreppur.is
www.vopnafjardarhreppur.is
473 1331
Opnunartímar:

1. júní-25. ágúst kl. 10-22.

HreinlætisaðstaðaSýningUpplýsingarVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is