Glaumbær í Skagafirði

ArfleifðBókmenntirByggingarMaturMinjarNáttúra

Starfsemi í Glaumbæ er í höndum Byggðasafns Skagfirðinga, sem sér um varðveislu, rannsóknir og miðlun skagfirskrar menningar og minja. Bæjarins er fyrst getið í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu, en þar kemur fram að Snorri Þorfinnsson, sem fæddist á Vínlandi um árið 1000, hafi búið þar. Móðir hans var Guðríður Þorbjarnardóttir, víðförulasta kona á víkingaöld.  Stytta af þeim mæðginum er í Glaumbæ.

Skoðaðu fallega torfbæinn og sjáðu fyrir þér fólkið sem bjó þar um aldir, frá þeim sem reistu bæinn á Þjóðveldisöld til síðustu íbúanna sem fluttu þaðan 1947. Sýningin „Mannlíf í torfbæjum“ í gamla bænum í Glaumbæ ber vitni um merkilegt mannlíf fyrr á tímum.

Á safnsvæðinu standa einnig Gilsstofa og Áshús, timburhús frá 19. öld. Í Áshúsi eru sýningar um heimilishald á fyrri hluta 20. aldar og kaffistofa. Sýningar eru einnig í Gilstofu. Aðgöngumiða og -minjagripasala er í nýju móttökuhúsi við bílastæðið.


Tíu hugmyndir að annarri afþreyingu í Skagafirði:

  1. Farðu í bátsferð með leiðsögn út í Drangey þar sem heimamenn létu fé ganga úti, veiddu fugla og týndu egg þeirra. Þar dvaldi útlaginn Grettir Ásmundarson á flótta undan yfirvöldum og var að lokum veginn þar.
  2. Baðaðu þig í endurgerðri Grettislaug á Reykjaströnd, þar sem Grettir sterki hitaði sig upp sig eftir erfitt sund frá Drangey og í land (um 7 km).
  3. Taktu þátt í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld (árið 1238) á sýndarveruleikasýningunni 1238: Baráttan um Ísland á Sauðárkróki.
  4. Heimsæktu sögu- og listsýninguna í Kakalaskála þar sem þú fræðist um Haugsnesbardaga árið 1246, mesta bardaga Sturlungaldar. Skoðaðu þar einnig „Grjóther“ Sigurðar Hansen sem er staðsettur utandyra.
  5. Farðu í skemmtilega fljótasiglingu (rafting) í Austari-og Vestari-Jökulsá.
  6. Á meðal þú ert staddur í vöggu hestamennsku á Íslandi (Skagafirði) er við hæfði að fara í hestaferð. Ef þú ert á ferðinni að hausti skaltu ekki missa af stóðréttunum í Laufskálarétt, sem eru sannkölluð sveitahátíð.
  7. Kynntu þér sögu- og minjastaðinn Hóla í Hjaltadal, fallegu dómkirkjuna þar og sögusetur íslenska hestsins sem er opið á sumrin. Að Hólum er háskóli sem m.a. kennir ferðaþjónustu, hestafræði og fiskeldi.
  8. Á Vesturfarasetrinu á Hofsósi fræðist þú um örlög Íslendinga sem fluttust til Vesturheims undir lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar.
  9. Syntu og slakaðu á í sundlauginni á Hofsósi þar sem er frábært útsýni til Drangeyjar og víðar.
  10. Heimsæktu Víðimýrarkirkju, nærri Varmahlíð. Hún var byggð árið 1834 og er ein fallegasta og best varðveitta torfkirkja á Íslandi. Hún er í umsjón Byggðasafns Skagfirðinga og hægt er að fá sameiginlega aðgöngumiða fyrir Glaumbæ og Víðimýri á hagstæðu verði.

Nánari upplýsingar á www.visitskagafjordur.is

Glaumbær, 561 Varmahlíð
byggdasafn@skagafjordur.is
www.glaumbaer.is
453 6173
Opnunartímar:
  1. maí -20. september. Daglega kl. 10-18.
  2. september- 20. október. Virka daga kl. 10-16.
  3. október – 31. mars. Eftir samkomulagi.
  4. apríl – 19. maí. Virka daga kl. 10-16.
HreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaMinjastaðurSýningUpplýsingarVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is