Byggðasafnið í Görðum

ArfleifðByggingar

Byggðasafnið í Görðum opnaði nýja grunnsýningu í aðalsýningarhúsi safnsins árið 2021 og var safnið tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2022.  Á sýningunni er líf íbúa á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit skoðað og sagan rakin frá sjávarþorpi og sveitasamfélagi á 17. öld til nútímalegs kaupstaðar á 21.öld.

Sýningin skiptist í fjóra hluta, lífið til sjós, lífið í landi, lífið í vinnu og lífið í leik. Gestir fá að kynnast einstaklingum sem settu svip sinn á samfélagið og heyra sögur af smáum og stórum afrekum. Sýningin er byggð á samspili muna, mynda og frásagna þar sem miðlunarleið með hljóðleiðsagnartækni leiðir gestinn í gegnum sýninguna á íslensku og ensku.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Akranesi og nágrenni:

  1. Slappaðu af í Guðlaugu,  náttúrulauginni á Langisandi á Akranesi  og leiktu við börnin á ströndinni.
  2. Skoðaðu Akranesvita (þeir eru tveir!) og fallegt umhverfi þeirra.
  3. Gakktu upp á Akrafjall, þú verður ekki svikinn af útsýninu þar.
  4. Kynntu þér hlutverk Hvalfjarðar í síðari heimsstyrjöldinni á Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.
  5. Farðu inn í Botnsdal í Hvalfirði og gakktu upp að Glanna, hæsta fossi á Íslandi.
  6. Komdu við á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri og á Ullarselinu þar og fáðu sögu landbúnaðar á Íslandi beint í æð.
  7. Kynntu þér íslensku geitina, sem er einstakt kyn, og afurðir hennar í geitabúinu að Háafelli.
  8. Heimsæktu Landámssetrið í Borgarnesi og fræðstu um sögu landnáms Íslands, um Egil Skallagrímsson eða farðu á viðburð á Söguloftinu.
  9. Leggstu í bleyti í Kraumu heilsulind við Deildartunguhver, öflugasta hver í Evrópu.
  10. Skoðaðu náttúruperlur og sögustaði í Borgarfirði svo sem Grábrók, Hraunfossa, Barnafoss og Reykholt Snorra Sturlusonar.

Nánari upplýsingar á www.west.is

Garðaholti 3, 300 Akranesi
museum@museum.is
www.museum.is
433 1150
Opnunartímar:
  • 15. maí – 14. september alla daga 11-17.
  • 15. september – 14. maí á laugardögum 13-17.
  • Á öðrum tímum fyrir hópa eftir samkomulagi.
HljóðleiðsögnHreinlætisaðstaðaMinjagripasalaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is