Akranesviti

ByggingarNáttúra

Tveir vitar eru á Breiðinni á Akranesi. Sá eldri byggður árið 1918 og en sá yngri árið 1944.

Árið 2012 var Akranesviti yngri í fyrsta sinn opnaður almenningi til skoðunar en að þeim tíma voru það einungis vitaverðir sem höfðu aðgang að vitanum.  Hann er nú orðinn eitt mesta aðdráttarafl í komu ferðamanna á Akranes. Akranesviti sem reglulega er opinn, er notaður undir listsýningar og tónleikahald enda er hljómburður í vitanum einstakur. Útsýni frá toppi vitans er stórfenglegt, fjallasýn frá Reykjanesskaga að Snæfellsjökli.

Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akranesi er starfrækt í þjónustuhúsi Akranesvita.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Akranesi og nágrenni:

  1. Slappaðu af í Guðlaugu,  náttúrulauginni á Langisandi á Akranesi  og leiktu við börnin á ströndinni.
  2. Heimsæktu Byggðasafn Araness að Görðum þar sem m.a. má fræðast sögu Akraness gegnum aldirnar og til nútímans.
  3. Gakktu upp á Akrafjall, þú verður ekki svikinn af útsýninu þar.
  4. Kynntu þér hlutverk Hvalfjarðar í síðari heimsstyrjöldinni á Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.
  5. Farðu inn í Botnsdal í Hvalfirði og gakktu upp að Glanna, hæsta fossi á Íslandi.
  6. Komdu við á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri og á Ullarselinu þar og fáðu sögu landbúnaðar á Íslandi beint í æð.
  7. Kynntu þér íslensku geitina, sem er einstakt kyn, og afurðir hennar í geitabúinu að Háafelli.
  8. Heimsæktu Landámssetrið í Borgarnesi og fræðstu um sögu landnáms Íslands, um Egil Skallagrímsson eða farðu á viðburð á Söguloftinu.
  9. Leggstu í bleyti í Kraumu heilsulind við Deildartunguhver, öflugasta hver í Evrópu.
  10. Skoðaðu náttúruperlur og sögustaði í Borgarfirði svo sem Grábrók, Hraunfossa, Barnafoss og Reykholt Snorra Sturlusonar.

Nánari upplýsingar á www.west.is

Breiðin, 300 Akranes
hilmarphoto@simnet.is
www.facebook.com/Akranesviti/
894 3010
Opnunartímar:
  • 1. maí – 15. september alla daga 10-18.
  • 16. september – 30. apríl 11-17 mánudaga til föstudaga. Lokað um helgar.
LeiðsögnMinjagripasalaSýningUpplýsingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is