Bessastaðir á Álftanesi

ArfleifðByggingar

Bessastaðir á Álftanesi eiga sér merka sögu. Á 13. öld voru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, á næstu öldum eru þeir aðsetur embættismanna, hýsa því næst helstu menntastofnun þjóðarinnar og heimili merkra rithöfunda en verða loks aðsetur þjóðhöfðingja.

Saga Bessastaða á 20. öld tengist umfram allt því að þar hefur aðsetur forseta Íslands verið frá því stofnað var til embættisins árið 1944.

Kirkjuhald á Bessastöðum á sér að líkindum þúsund ára sögu en núverandi kirkja var vígð árið 1796. Hún er bændakirkja sem felur í sér að hún fylgir Bessastaðajörðinni og lýtur þar með forsjá embættis forseta Íslands.  Bessastaðakirkju prýða steindir gluggar og ýmsir merkir munir og koma tugþúsundir ferðamanna á ári hverju til að skoða kirkjuna.

——-

Þúsundir gesta sækja Bessastaði heim á ári hverju. Hópar hafa getað skoðað staðinn eftir nánara samkomulagi en nú stendur það einnig einstaklingum til boða eftir því sem við verður komið.

Sá hluti Bessastaða, sem þannig er hægt að skoða, er Bessastaðastofa, að meðtöldum fornleifakjallara, móttökusal og bókhlöðu. Þeir sem hafa hug á að skrá sig í skoðunarferð eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið forseti@forseti.is. Þá verður fljótlega haft samband við fólk og hentugur tími fundinn. Vinsamlegast skrifið „Skoðunarferð“ í efnislínu póstsins, takið fram fjölda gesta ef um hóp er að ræða og látið vita á hvaða tíma mundi helst henta að skoða forsetasetrið.

Fyrsta kastið er aðeins gert ráð fyrir að leiðsögn sé veitt á íslensku.

Bessastaðir, 225 Garðabær
forseti@forseti.is
www.forseti.is
Opnunartímar:

Eftir samkomulagi.

MinjastaðurSöguslóð
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is