Byggðasafn Vestfjarða

ArfleifðByggingar

Í þeim hluta Ísafjarðar sem kallaður er Neðstikaupstaður stendur elsta húsaþyrping landsins. Þetta eru fjögur hús sem öll voru byggð af dönskum einokunarkaupmönnum á 18. öld. Húsaþyrpingin samanstendur af Faktorshúsi, Krambúð, Turnhúsi og Tjöruhúsi. Faktorshús og Krambúð eru nú íbúðahús og í Turnhúsi er sjóminjasafn. Í Tjöruhúsi getur Byggðasafn Vestfjarða boðið uppá aðstöðu til funda- og veisluhalda allan ársins hring.

Byggðasafn Vestfjarða á 15 skráða báta, þar af 12 súðbyrðinga, og er meirihluti þeirra sjófær. Þá er  harmonikusafn Ásgeirs Sigurðssonar (um 220 harmonikur) varðveitt á safninu og er elsta nikkan frá um 1830. Hluti þeirra er til sýnis í Turnhúsinu.

Þá er vélsmiðja Guðmundar J. Sigurssonar (GJS) á Þingeyri, sem hóf starfsemi árið 1913, einnig í umsjón safnsins.

Safnsvæðið í Neðstakaupstað er afar líflegur útiverustaður á sumrin og nýtur vinsælda meðal fjölskyldufólks. Þar er fjara og bátar, saltfiskur breiddur á reiti. Svæðið er einnig mjög vinsælt til allskyns samkomuhalds.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Ísafirði og á norðanverðum Vestfjörðum:

  1.  Farðu í gönguferð um gamla bæinn á Ísafiði með Ísafjörður Guide og fræðstu um sögu húsanna og fólksins sem þar bjó.
  2.  Farðu í sjóstangveiði og veiddu í soðið.
  3.  Skoðaðu útsýnið af nýjum útsýnispalli á Bolafjalli, ef þú þorir!
  4.  Skrafaðu við vermann frá fornri tíð í Sjóminjasafninu í Ósvör.
  5.  Kynntu þér fyrsta landnema Íslands í Melrakkasetrinu í Súðavík.
  6.  Sigldu til Hornstranda eða út í eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi.
  7.  Skoðaðu Gömlu smiðjuna á Þingeyri frá 1913 þar sem allar vélar virka enn.
  8.  Skoðaðu listigarðinn Skrúð í Dýrafirði, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi draga nafn sitt af.
  9.  Leggðu upp í kajak-leiðangur framhjá söguslóðum, selum og fuglum.
  10.  Gakktu upp með Dynjanda, frægasta fossi Vestfjarða.

Nánari upplýsingar á www.westfjords.is

Neðstikaupstaður, 400 Ísafjörður
byggdasafn@isafjordur.is
www.nedsti.is
456 3291
862 9908
Opnunartímar:
  • 16. maí-31. ágúst kl. 10-17.
  • 1.-15. september kl. 11-15.

Eftir vetrarlokun er safnið opið eftir samkomulagi og auglýst sérstaklega þegar opið er á jólaföstu og páskum.

HreinlætisaðstaðaMinjagripasalaSýningUpplýsingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is