Hofsstaðir minjagarður

RústirVíkingar

Reisulegur skáli, hýbýli fornmanna, stóð á Hofsstöðum frá landnámsöld (870-930) og fram á 12. öld.  Hann fannst við fornleifarannsóknir árið 1994. Í minjagarðinum eru einar merkustu minjar frá landnámsöld sem fundist hafa hér á landi og gefur vísbendingu um hvernig var umhorfs á þessum stað á víkingaöld. Torfveggir sýna ytri mörk skálans á síðasta byggingarskeiði hans.  Miðað við stærð skálans má ætla að þarna hafi haft búsetu 20-30 manns að meðtöldum þrælum og vinnulýð. Hofsstaðir eru innan þess lands sem Ingólfur Arnarson, fyrsti landneminn hélt fyrir sig og aðeins 2 km frá Vífilsstöðum þar sem Vífill, leysingi Ingólfs, bjó.

Minjarnar eru aðgengilegar í minjagarði sem er við hliðina á lóð Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi í Garðabæ.

Ath: Margmiðlunarefnið var á snertiskjám í garðinum en er sem stendur ekki aðgengilegt. Tæknileg uppfærsla á miðluninni er í vinnslu.

Tíu hugmyndir að afþreyingu í Garðabæ og nágrenni:

  1. Í heimsókn þinni í Garðabæ skaltu  ganga umhverfis Vífilsstaðavatn, upp í Heiðmörk og Búrfellsgjá.
  2. Kynntu þér spennandi Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ.
  3. Farðu út á Áftanes og skoðaðu kirkjuna á Bessastöðum, herminjar á nesinu  o.fl.
  4. Kynntu þér bústaði álfanna og „huliðsheima“ Hafnarfjarðar, sem eru m.a. í skrúðgarðinum Hellisgerði og víðar í hraunmyndunum bæjarins.
  5. Farðu aftur til víkingatímans og taktu þátt í árlegri Víkingahátíð Hafnarfjarðar um miðjan júní.
  6. Heimsæktu Hafnarborg, menningar- og listarmiðstöð Hafnarfjarðar eða Gerðasafn í Kópavogi. Skoðaðu þar sýningar eða hlustaðu á tónleika.
  7. Farðu í útreiðartúr með Íshestum í töfrandi náttúru nærri Kaldárseli og Helgafelli.
  8. Ef þú ert á ferðinni desember þá máttu ekki missa af heimsókn í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði.
  9. Hjólaðu meðfram sjávarsíðu höfuðborgarsvæðisins, alla leið frá Hafnarfirði, um Sjáland í Garðabæ og að Gróttuvita á Seltjarnarnesi.
  10. Farðu í sjósund í Nauthólsvík, ef þú þorir! Í nýjan og glæsilegan baðstað Sky Lagoon í Kópavogi eða einhverja af fjölmörgum góðum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á visitreykjavik.is

Kirkjulundur, 210 Garðabær
olof@gardabaer.is
www.gardabaer.is
820 8550
Opnunartímar:

Minjagarðurinn er opinn allt árið.

Minjastaður
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is