Víkingafélagið Rimmugýgur

HátíðirTónlistViðburðirVíkingar

Vík­inga­fé­lagið Rimm­ugýg­ur í Hafnar­f­irði er elsta og stærsta starf­andi vík­inga­fé­lagið á  Íslandi, stofnað árið 1997. Heitir félagið því eftir öxi Skarphéðins Njálssonar  í Brennu -Njálssögu. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar. Höfuðáhersla félagsins er á bardagaæfingar, klæðagerð og vandaða handverksmuni með skírskotun í  víkingatímann.

Félagið hefur í gegnum árin tekið þátt í mörgum víkingahátíðum víðsvegar á Íslandi og einnig erlendis. Það hefur frá stofnun tekið virkan þátt í árlegri Víkingahátíð Hafnarfjarðar og frá árinu 2018 séð um skipulagningu hennar og framkvæmd. Einnig tekur félagið að sér sýningar og fræðslu fyrir ferðamenn, fyrirtæki og uppákomur af ýmsu tagi.


Tíu hugmyndir að afþeyingu í Hafnarfirði og nágrenni:

  1. Kynntu þér bústaði álfanna og „huliðsheima“ Hafnarfjarðar, sem eru m.a. í skrúðgarðinum Hellisgerði og víðar í hraunmyndunum bæjarins.
  2. Farðu aftur til víkingatímans og taktu þátt í veislu í Fjörukránni. Taktu þátt í árlegri Víkingahátíð Hafnarfjarðar um miðjan júní.
  3. Heimsæktu vinsæl kaffihús, bakarí og veitingastaði bæjarins, eins og Pallett, Brikk og Von Mathús.
  4. Í heimsókn þinni í Hafnarfjörð skaltu njóta útsýnisins af Hamrinum eða Ásfjalli og ganga umhverfis Ástjörn eða Hvaleyrarvatn.
  5. Heimsæktu Hafnarborg, menningar- og listarmiðstöð Hafnarfjarðar. Skoðaðu þar sýningar eða hlustaðu á tónleika.
  6. Farðu í útreiðartúr með Íshestum í töfrandi náttúru nærri Kaldárseli og Helgafelli.
  7. Ef þú ert í Hafnarfirði í desember þá máttu ekki missa af heimsókn í Jólaþorpið á Thorsplani.
  8. Farðu út á Áftanes og skoðaðu kirkjuna á Bessastöðum, herminjar o.fl.
  9. Skoðaðu tungllandslagið við Kleifarvatn  og hverasvæðið við Seltún í Krýsuvík. Stutt er þaðan að Krýsuvíkurbjargi,  þar sem er mikið fuglalíf.
  10. Hjólaðu meðfram sjávarsíðu höfuðborgarsvæðisins, alla leið frá Hafnarfirði að Gróttuvita á Seltjarnarnesi.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visithafnarfjordur.is  

Hörðuvöllum, 220 Hafnarfjörður
tandri@rimmugygur.is
www.facebook.com/rimmugygur
866 4070
Opnunartímar:

Virk starfsemi allt ári.

Víkingahátíðin í Hafnarfirði er haldin árlega um miðjan júní.

MinjagripasalaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is