Skrímslasetrið Bíldudal

Sagatrail

Í Skrímslasetrinu Bíldudal er haldið utan um skrímslasögur sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Sagt er frá viðureignum manna og skrímsla á nýstárlegan og spennandi hátt. Skemmtileg umgjörð sýningarinnar hefur vakið hrifningu gesta og komið skemmtilega á óvart. Fjöldi skrímsla hefur sést við Íslandsstrendur í gegn um aldirnar og síðustu tvöhundruð ár hafa þau verið algengust í kring …

Sjóminjasafnið Ósvör

Sagatrail

Sjóminjasafnið í Ósvör samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýningagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Safnið gefur raunhæfa mynd af aðbúnaði vertíðarfólks  og þeim búnaði sem notaður var til fiskvinnslu á vetrarvertíð á 19. öld. Safnvörðurinn tekur á móti gestum, íklæddur …

Litlibær í Skötufirði

Sagatrail

Saga fjölskyldanna tveggja sem hófu búskap á Litlabæ í Skötufirði árið 1895 er talandi dæmi um fátækt fólk sem byrjaði með tvær hendur tómar en tókst með dugnaði og elju að rísa til bjargálna og sjá fyrir stórum fjölskyldum. Það lifði af því litla sem landið gaf af sér en öðru fremur þeirri lífsbjörg sem það sótti á gjöful fiskimið. …

Minjasafnið að Hnjóti

Sagatrail

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn (stofnað 1983) varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum. Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga …

Sauðfjársetur á Ströndum

Sagatrail

Sauðfjársetrið (stofnað árið 2002) er skemmtilegt safn með fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Það er staðsett í félagsheimilinu Sævangi rétt sunnan Hólmavíkur. Fastasýning Sauðfjársetursins ber heitið Sauðfé og sveitafólk á Ströndum, en umfjöllunarefni hennar er sauðfjárbúskapur frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum. Meðal þátta sem sýningin fjallar um eru t.d. sauðburður, heyskapur, jarðvinnsla, túnrækt, sauðfjársjúkdómar, mörk og eyrnamerki, afurðir, sláturtíð, smalamennska, réttir, ullarvinnsla, fjárhús, hættur …

Galdrasýningin á Hólmavík

Sagatrail

17. öldin var myrkur tími í Íslandssögunni þegar angi af hinu evrópska galdrafári gekk yfir landið með tilheyrandi ofsóknum. Yfir 200 galdramál komu upp og yfir 21 einstaklingur var brenndur fyrir galdur. Á Galdrasýningunni er tvinnað saman sagnfræði galdrafársins ásamt fróðleik um galdur á Íslandi og hvernig hann birtist í þjóðtrúnni. Íslenskur galdur er ólíkur því sem þekktist hjá öðrum þjóðum. …

Melrakkasetur Íslands

Sagatrail

Melrakkasetur Íslands í Súðavík sem opnaði í árið 2010 er til húsa í gamla Eyrardalsbænum. Markmið þess er að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum (refnum/tófunni) í fortíð og nútíð en hann er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Í húsinu er fræðandi sýning um refi í náttúrunni,  refarækt, safn minja og muna um …

Smiðjan á Þingeyri

Sagatrail

Sögu Gömlu smiðjunnar á Þingeyri, eins og hún er nú kölluð, má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson kom heim úr vélsmíðanámi í Danmörku. Þaðan kom hann með ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs. Árið 1913 stofnaði hann ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co.  Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir …

Skálinn Víkingasetur

Sagatrail

Í Skálanum Víkingasetri  á Þingeyri er hægt að leika landnámsmenn og setja sig inn í daglegt líf þeirra. Klæddu þig í handsaumuð föt frá víkingatímanum og bakaðu brauð yfir opnum eldi. Í móttökusalnum, sem hefur verið innréttaður í víkingastíl, gefst fólki einstakt tækifæri til að kynnast aðstæðum og lifnaðarháttum forfeðra og -mæðra okkar með þátttöku og einnig versla vandaða handverksmuni. …

Safn Jóns Sigurðssonar

admin

Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011, forystumanns sjálfstæðissinna á 19. öld, opnaði sýningin „Líf í þágu þjóðar – Jón Sigurðsson 1811-1879“ á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hún fjallar um  líf og starf Jóns,  sem fæddist og ólst upp á Hrafnseyri. Upplýsingum á sýningunni er komið fyrir á hjúpi úr plexígleri sem liðast sem samfellt straumfall úr …

Byggðasafn Vestfjarða

admin

Í þeim hluta Ísafjarðar sem kallaður er Neðstikaupstaður stendur elsta húsaþyrping landsins. Þetta eru fjögur hús sem öll voru byggð af dönskum einokunarkaupmönnum á 18. öld. Húsaþyrpingin samanstendur af Faktorshúsi, Krambúð, Turnhúsi og Tjöruhúsi. Faktorshús og Krambúð eru nú íbúðahús og í Turnhúsi er sjóminjasafn. Í Tjöruhúsi getur Byggðasafn Vestfjarða boðið uppá aðstöðu til funda- og veisluhalda allan ársins hring. …

Ísafjörður Guide

Sagatrail

Ísafjarðarganga –  ferð í gegnum tímann Á Ísafirði, höfuðstað Vestfjarða,  er  vel varðveittur miðbær með húsum frá 19. öld sem endurspegla m.a. útgerðar- og verslunarsögu staðarins og fólksins sem þar bjó. Leiðsögukonan sem er klædd eins og fiskverkakona á 19. öld  hittir ykkur við upplýsingamiðstöð ferðamanna í bænum.  Hún leiðir ykkur í gegnum gamla bæinn og síðan upp í hlíðina …