Í Skrímslasetrinu á Bíldudal er haldið utan um skrímslasögur Vestfjarða sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Sagt er frá viðureignum manna og skrímsla á nýstárlegan og spennandi hátt. Skemmtileg umgjörð sýningarinnar hefur vakið hrifningu gesta og komið skemmtilega á óvart. Skrímsli við Íslandsstrendur og Vestfirði Fjöldi skrímsla við Íslandsstrendur hefur sést í gegnum aldirnar og síðustu tvö hundruð ár …
Sjóminjasafnið Ósvör
Lifandi minning um sjósókn í Bolungarvík Sjóminjasafnið Ósvör stendur austast við Bolungarvík og er eitt helsta menningarafl svæðisins. Safnið endurskapar aðbúnað og líf vertíðarfólks á 19. öld og gefur gestum einstaka innsýn í sögu íslenskrar sjósóknar. Verbúð, salthús og fiskreit Safnið samanstendur af tvöfaldri verbúð frá 19. öld, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalla. Þessar byggingar sýna hvernig sjómenn og vertíðarfólk bjuggu …
Litlibær í Skötufirði
Sögulegt torfhús Litlibær í Skötufirði er sögulegt torfhús frá 1895, enduruppgert og opið gestum með kaffihúsi, kökum og rjómavöfflum. Þetta litla hús er eitt af fallegustu kennileitum Vestfjarða og dregur að sér bæði ferðamenn og heimamenn sem vilja upplifa sögu og menningu svæðisins. Bygging og búseta Litlibær var reistur af tveimur fjölskyldum sem bjuggu sitt í hvorum hluta hússins. Þverveggur …
Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti
Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn varðveitir einstakt safn muna sem gefa innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Safnið var stofnað árið 1983 og er í dag vinsæll áfangastaður ferðamanna. Saga og stofnun safnsins Egill Ólafsson hóf ungur að safna munum sem tengdust lífi og starfi á Vestfjörðum. Með elju og framsýni byggði hann …
Sauðfjársetur á Ströndum
Sauðfjársetur á Ströndum er lifandi safn og menningarmiðstöð í Sævangi við Steingrímsfjörð, stofnað árið 2002. Safnið er staðsett 12 km sunnan Hólmavíkur og býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Fastasýningin Sauðfé og sveitafólk á Ströndum Í Sauðfjársetri á Ströndum er fastasýningin Sauðfé og sveitafólk á Ströndum sem fjallar um sauðfjárbúskap frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum. Þar er …
Galdrasýningin á Hólmavík
Galdrasýningin á Hólmavík – galdrafár, þjóðtrú og menning á Ströndum Á Galdrasýningunni í Hólmavík er dregin upp mynd af myrkri öld í Íslandssögunni. Þar er saga galdrafársins á 17. öld fléttuð saman við þjóðtrú og menningararf sem lifði áfram í hugum fólks. Yfir 200 mál komu upp á Íslandi á þessum tíma og 21 einstaklingur var dæmdur til dauða fyrir …
Melrakkasetur Íslands
Melrakkasetur Íslands í Súðavík sem opnaði í árið 2010 er til húsa í gamla Eyrardalsbænum. Markmið þess er að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum (refnum/tófunni) í fortíð og nútíð en hann er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Í húsinu er fræðandi sýning um refi í náttúrunni, refarækt, safn minja og muna um …
Smiðjan á Þingeyri
Sögu Gömlu smiðjunnar á Þingeyri, eins og hún er nú kölluð, má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson kom heim úr vélsmíðanámi í Danmörku. Þaðan kom hann með ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs. Árið 1913 stofnaði hann ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir …
Skálinn Víkingasetur
Í Skálanum Víkingasetri á Þingeyri er hægt að leika landnámsmenn og setja sig inn í daglegt líf þeirra. Klæddu þig í handsaumuð föt frá víkingatímanum og bakaðu brauð yfir opnum eldi. Í móttökusalnum, sem hefur verið innréttaður í víkingastíl, gefst fólki einstakt tækifæri til að kynnast aðstæðum og lifnaðarháttum forfeðra og -mæðra okkar með þátttöku og einnig versla vandaða handverksmuni. …
Safn Jóns Sigurðssonar
Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011, forystumanns sjálfstæðissinna á 19. öld, opnaði sýningin „Líf í þágu þjóðar – Jón Sigurðsson 1811-1879“ á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hún fjallar um líf og starf Jóns, sem fæddist og ólst upp á Hrafnseyri. Upplýsingum á sýningunni er komið fyrir á hjúpi úr plexígleri sem liðast sem samfellt straumfall úr …
Byggðasafn Vestfjarða
Í þeim hluta Ísafjarðar sem kallaður er Neðstikaupstaður stendur elsta húsaþyrping landsins. Þetta eru fjögur hús sem öll voru byggð af dönskum einokunarkaupmönnum á 18. öld. Húsaþyrpingin samanstendur af Faktorshúsi, Krambúð, Turnhúsi og Tjöruhúsi. Faktorshús og Krambúð eru nú íbúðahús og í Turnhúsi er sjóminjasafn. Í Tjöruhúsi getur Byggðasafn Vestfjarða boðið uppá aðstöðu til funda- og veisluhalda allan ársins hring. …
Ísafjörður Guide
Ísafjarðarganga – ferð í gegnum tímann Á Ísafirði, höfuðstað Vestfjarða, er vel varðveittur miðbær með húsum frá 19. öld sem endurspegla m.a. útgerðar- og verslunarsögu staðarins og fólksins sem þar bjó. Leiðsögukonan sem er klædd eins og fiskverkakona á 19. öld hittir ykkur við upplýsingamiðstöð ferðamanna í bænum. Hún leiðir ykkur í gegnum gamla bæinn og síðan upp í hlíðina …
