Minjasafnið að Hnjóti

Arfleifð

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn (stofnað 1983) varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum.

Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp og gáfu sveitafélögunum í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Í safninu er kaffitería, minjagripaverslun og svæðisupplýsingamiðstöð.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Vestfjörðum (frá Barðaströnd að Önundarfirði):

  1. Farðu út að Látrabjargi, mesta fuglabjargi á Íslandi. Það lætur engann ósnortinn.
  2. Skrepptu yfir á Rauðasand og skoðaðu einstaka ljósa sandströndina þar.
  3. Farðu um um friðlandið í Vatnsfirði á Barðaströnd þar sem fegurðin er við hvert fótmál.
  4. Heimsæktu Skrímslasafn Íslands á Bíldudal, þó það sé aðeins fyrir þá sem eru óhræddir.
  5. Skoðaðu listasafn Samúels Jónssonar (1884-1969) í Selárdal við Arnarfjörð en hann var oft kallaður “listamaðurinn með barnshjartað”.
  6. Gakktu upp með Dynjanda, frægasta fossi Vestfjarða.
  7.  Heimsæktu Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og skoðaðu sýningu um manninn.
  8.  Skoðaðu Gömlu smiðjuna á Þingeyri frá 1913 þar sem allar vélar virka enn.
  9.  Leggðu leið þína í listigarðinn Skrúð í Dýrafirði, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi draga nafn sitt af.
  10. Heimsæktu Gömlu bókabúðina á Flateyri þar sem kennir ýmissa grasa.

Nánari upplýsingar á www.westfjords.is

 

 

Hnjótur, 451 Patreksfjörður
museum@hnjotur.is
www.hnjotur.is
456 1511
Opnunartímar:
  1. maí – 30. september alla daga 10-18.
HreinlætisaðstaðaSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is