Sauðfjársetur á Ströndum

ArfleifðHátíðir

Sauðfjársetrið (stofnað árið 2002) er skemmtilegt safn með fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Það er staðsett í félagsheimilinu Sævangi rétt sunnan Hólmavíkur.

Fastasýning Sauðfjársetursins ber heitið Sauðfé og sveitafólk á Ströndum, en umfjöllunarefni hennar er sauðfjárbúskapur frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum. Meðal þátta sem sýningin fjallar um eru t.d. sauðburður, heyskapur, jarðvinnsla, túnrækt, sauðfjársjúkdómar, mörk og eyrnamerki, afurðir, sláturtíð, smalamennska, réttir, ullarvinnsla, fjárhús, hættur sem steðja að sauðkindinni og margt fleira.

Auk sýningarinnar er kaffistofan Kaffi Kind í Sævangi og einnig sölubúð með handverki og minjagripum.

Hópar eru hjartanlega velkomnir á sýninguna og auðsótt er að leigja Sævang undir hvers kyns fundi, veislur, námskeið eða aðrar samkomur, jafnt sumar sem vetur.

Umhverfi safnsins. Yfir sumarið liggja æðarkollur á hreiðrum sínum á Orrustutanga fram yfir miðjan júní og í fjörunni er fjölbreytt fuglalíf. Svæðið í kringum Sævang er tilvalið til gönguferða og útivistar, þar er göngustígurinn Sjávarslóð, stutt er í merkta gönguleið um Kirkjubólsfjall og þarna er athafnasvæði Náttúrubarnaskólans sem er rekinn í tengslum við safnið.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Hólmavík, Ströndum og nágrenni: 

  1. Heimsæktu Galdrasýninguna á Hólmavík og fáðu fræðslu galdraofsóknirnar á Íslandi á 17. öld sem voru mestar á Ströndum.
  2. Farðu í hvalaskoðun frá Hólmavík með Láki Tours.
  3. Skeltu þér í bað í sundlauginni á Hólmavík eða í Drangsnesi.
  4. Skoðaðu Kotbýli Kuklarans og  baðaðu þig svo í sundlauginni að Laugahóli í Bjarnarfirði.
  5. Heimsæktu Drangsnes og farðu í bátsferð út í Grímsey á Steingrímsfirði þar sem m.a. er mikil lundabyggð.
  6. Gerðu þér ferð norður í Árneshrepp á Ströndum og kynnstu síldarsögunni á Djúpuvík og Ingólfsfirði, skoðaðu Hvalárfoss í Ófeigsfirði og hina frábæru Krossneslaug.
  7. Renndu yfir Steingrímsfjarðarheuði og heimsæktu Heydal í Mjóafirði, Reykjalaug eða farðu út Snæfjallaströndina og skoðaðu sýningu um skáldið Stein Sreinarr.
  8. Skoðaðu hlunnindasafnið á Reykhólum og kynnstu þaraböðunum þar.
  9. Skrepptu yfir að Ólafsdal í Gilsfirði, hvar fyrsti búnaðarskóli á Íslandi var stofnaður árið 1880, þar sem mikil uppbygging á sér stað. Skoðaðu landnámsskálann sem þar fannst árið 2017.
  10. Í Dölunum er einnig spennandi að heimsækja dýragarðinn á Hólum í Hvammssveit, Vínlandssetrið í Búðardal og Eiríksstaði í Haukadal.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.westfjords.is og www.visitdalir.is

Sævangi , 511 Hólmavík
saudfjarsetur@saudfjarsetur.is
www.saudfjarsetur.is
693 3474
Opnunartímar:

Júní – ágúst alla daga 10-18.

Utan þess tíma eftir samkomulagi.

HreinlætisaðstaðaMinjagripasalaSýningUpplýsingarVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is