Skálinn Víkingasetur

ArfleifðListVíkingar

Í Skálanum Víkingasetri  á Þingeyri er hægt að leika landnámsmenn og setja sig inn í daglegt líf þeirra. Klæddu þig í handsaumuð föt frá víkingatímanum og bakaðu brauð yfir opnum eldi. Í móttökusalnum, sem hefur verið innréttaður í víkingastíl, gefst fólki einstakt tækifæri til að kynnast aðstæðum og lifnaðarháttum forfeðra og -mæðra okkar með þátttöku og einnig versla vandaða handverksmuni. Vinsælt er að láta mynda sig í búningum.

Á Þingeyri er starfrækt víkingafélag sem rekur skemmtilega útiaðstöðu í víkingastíl í fjöruborðinu, á Oddanum. Svæðið rúmar um 300 manns og þar er hægt að vera með varðeld og fleira. Frábært nestisstopp. Viðburðir eins og Víkingahátíður eru reglulega haldnar á Oddanum og í Skálanum eru m.a. samlestur Íslendingasagna og í ýmis námskeið í gömlum handiðnaði og fyrirlestrar. Þá stendur Skálinn fyrir handverksnámskeiðum og reglulegum sögugöngum um Þingeyri.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Þingeyri og nágrenni:

  1.  Skoðaðu Gömlu smiðjuna á Þingeyri frá 1913 þar sem tíminn stendur kyrr og allar vélar virka enn. www.nedsti.is
  2. Heimsæktu Kómedíuleikhúsið í Haukadal. Einstakir einleikir og viðburðir. www.komedia.is
  3. Skoðaðu merkilegt hljóðfærasafn Jóns Sigurðssonar á Þingeyri. www.langspil.weebly.com 
  4. Upplifðu sjóinn og kyrrðina í Dýrafirði, kajakferðir o.fl. hjá  Odin Adventures á Þingeyri. www.odinadventures.is
  5. Verslaðu vandað handverk úr héraði hjá Koltru handverkshópi á Þingeyri þar sem einnig er upplýsingamiðstöð. koltrahandverkshopur@gmail.com
  6. Skelltu þér í sund á sundlauginni á Þingeyri.
  7.  Skoðaðu listigarðinn Skrúð í Dýrafirði, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi draga nafn sitt af.
  8. Heimsæktu Gömlu bókabúðina á Flateyri í elstu upprunalegu verslun á Íslandi. www.gamlabokabudin.is
  9.  Heimsæktu Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og skoðaðu sýningu um manninn. www.hrafnseyri.is
  10.  Gakktu upp með Dynjanda í Arnarfirði, frægasta fossi Vestfjarða, og heimsæktu síðan Skrímslasafnið á   Bíldudal.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.westfjords.is

Hafnarstræti 2, 470 Þingeyri
torir@simnet.is
www.facebook.com/SkalinnThingeyri
893 8653
Opnunartímar:

Opið fyrir smærri og stærri hópa eftir samkomulagi.

HreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is