Smiðjan á Þingeyri

IðnaðurÓvenjulegt

Sögu Gömlu smiðjunnar á Þingeyri, eins og hún er nú kölluð, má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson kom heim úr vélsmíðanámi í Danmörku. Þaðan kom hann með ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs. Árið 1913 stofnaði hann ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co.  Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir að verða landsþekkt fyrir vandaða og góða þjónustu.

Í dag er lifandi safn í gömlu smiðjunni þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust í smiðjunni allt frá stofnun. Samhliða vélsmiðjunni var rekin eldsmiðja í húsnæðinu og er hún enn starfrækt á sama grunni og við stofnun. Það er eintök upplifun að heimsækja smiðjuna sem nú er í umsjón Byggðasafns Vestfjarða.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Þingeyri og nágrenni:

  1. Heimsæktu Skálann Víkingasetur á Þingeyri og fáðu fræðslu um lifnaðarhætti landnámsmanna, handverksmenningu og fleira.
  2.  Bragðaðu belgískar vöfflur í Simbahöllinni á Þingeyri.
  3.  Skoðaðu listigarðinn Skrúð í Dýrafirði, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi draga nafn sitt af.
  4.  Heimsæktu Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og skoðaðu sýningu um manninn.
  5.  Gakktu upp með Dynjanda í Arnarfirði, frægasta fossi Vestfjarða, og heimsæktu síðan Skrímslasafnið á   Bíldudal.
  6.  Skoðaðu Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði og lærðu meira  um sögu svæðisins.
  7.  Skoðaðu útsýnið af nýjum útsýnispalli á Bolafjalli, ef þú þorir!
  8.  Skrafaðu við vermann frá fornri tíð í Sjóminjasafninu í Ósvör við Bolungarvík.
  9.  Kynntu þér fyrsta landnema Íslands í Melrakkasetrinu í Súðavík.
  10.  Sigldu til Hornstranda eða út í eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.westfjords.is

Hafnarstræti 10, 470 Þingeyri
byggdasafn@isafjordur.is
www.nedsti.is
456 3291
862 9908
Opnunartímar:

Júní-ágúst kl. 10-14 miðvikudaga til sunnudaga.

Á öðrum tímum er opið fyrir hópa eftir samkomulagi.

LeiðsögnSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is