Halldór Laxness (1902-1998) upplifði mestu breytingar sem orðið hafa á einni öld í sögu Íslands; þegar hann hóf að skrifa var Ísland í raun enn bændasamfélag, Reykjavík var smábær og meirihluti íbúa bjó í sveitum. Hann varð þannig þátttakandi í því að færa heila þjóð nánast frá miðöldum til nútímans. Það er þess vegna ekki að undra þótt menn segðu …
Bessastaðir á Álftanesi
Bessastaðir á Álftanesi eiga sér merka sögu. Á 13. öld voru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, á næstu öldum eru þeir aðsetur embættismanna, hýsa því næst helstu menntastofnun þjóðarinnar og heimili merkra rithöfunda en verða loks aðsetur þjóðhöfðingja. Saga Bessastaða á 20. öld tengist umfram allt því að þar hefur aðsetur forseta Íslands verið frá því stofnað var til embættisins …
Fornleifastofnun Íslands
Fornleifastofnun Íslands er sjálfeignastofnun sem hefur sett sér metnaðarfull markmið um hágæðarannsóknir á sviði íslenskrar fornleifafræði. Stofnunin hefur einsett sér að vera í fararbroddi vísindalegra rannsókna á íslenskum fornleifum og nær þeim markmiðum með öflugum grunnrannsóknum, nánu samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og rannsóknarstofnanir, og virkri akademískri umræðu sem meðal annars birtist í öflugu útgáfustarfi. Frá árinu 1993 hefur …
EDDA – handritasýning
Árnastofnun, eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er rannsóknarstofnun með sjálfstæðan fjárhag og heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem stofnuninni eru falin eða hún á. Stofnunin er nýflutt …
Minjastofnun Íslands
Minjastofnun Íslands hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Hún er stjórnsýslustofnun, sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, og annast framkvæmd minjavörslu í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar frá árinu 2013. Fornminjasjóður og Húsafriðunarsjóður heyrar undir Minjastofnun. Landinu er skipt í átta minjasvæði. Á hverju þeirra eru minjaverðir og minjaráð. Meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja eftir …
Wapp – gönguapp
Wapp Walking app (göngu-app) hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Leiðarlýsingarnar notast við kortagrunn Samsýnar og þeim hlaðið fyrirfram inn í símann og svo notaðar án gagnasambands (offline). Ljósmyndir og eru í öllum leiðarlýsingum og er þar einnig að …
Víkingaheimar
Hinir einstaklega fallegu Víkingaheimar hýsa víkingaskipið Íslending, sem smíðað var af hagleikssmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni frá Vestmannaeyjum. Gunnar sigldi skipinu árið 2000 frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands og New York, ásamt átta manna áhöfn. Tilefnið var að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Ameríku þúsund árum fyrr. Víkingaskipið Íslendingur er nákvæm eftirgerð af Gauksstaðaskipinu sem fannst við uppgöft í Vestfold Noregi …
Byggðasafnið á Garðskaga
Byggðasafnið á Garðskaga, frá 1995, er staðsett á fallegu safnasvæði við Garðskagavita í Suðurnesjabæ, nyrsta odda Reykjanesskagans sem er í Reykjanes Geopark og á lista UNESCO yfir landsvæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun. Þar er víðsýnt til allra átta, fjölbreytt fuglalíf, hafið í …
Hofsstaðir minjagarður
Reisulegur skáli, hýbýli fornmanna, stóð á Hofsstöðum frá landnámsöld (870-930) og fram á 12. öld. Hann fannst við fornleifarannsóknir árið 1994. Í minjagarðinum eru einar merkustu minjar frá landnámsöld sem fundist hafa hér á landi og gefur vísbendingu um hvernig var umhorfs á þessum stað á víkingaöld. Torfveggir sýna ytri mörk skálans á síðasta byggingarskeiði hans. Miðað við stærð skálans …
Víkingafélagið Rimmugýgur
Víkingafélagið Rimmugýgur í Hafnarfirði er elsta og stærsta starfandi víkingafélagið á Íslandi, stofnað árið 1997. Heitir félagið því eftir öxi Skarphéðins Njálssonar í Brennu -Njálssögu. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar. Höfuðáhersla félagsins er á bardagaæfingar, klæðagerð og vandaða handverksmuni með skírskotun í víkingatímann. Félagið hefur í gegnum árin tekið þátt í mörgum …
Bændaferðir/Hey Ísland
Bændaferðir/Hey Ísland byggir á yfir 35 ára reynslu og þekkingu á ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælu umhverfi sveitarinnar. Ferðaþjónusta bænda hf var stofnuð af íslenskum ferðaþjónustubændum í júlí 1991 en ferðaskrifstofan er enn í meirihluta eigu …
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er að finna 7 sýningar. Í Pakkhúsinu, Sívertsens húsinu, Bookless Bungalow, Siggubæ, Beggubúð, Gúttó og á Strandstígnum. Á sýningunni „Þannig var…” í Pakkhúsinu er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Á efstu hæð hússins er skemmtileg leikfangasýning sérstaklega ætluð börnum. Í …
Landnámssýningin og Reykjavík… sagan heldur áfram
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, …
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn um 20 húsa frá mismunandi tímum auk gamla torfbæjarins Árbæjar sem mynda torg, þorp og sveit. Hægt er að ganga um húsin og fá innsýn í byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík. Margar skemmilegar sýningar eru í Árbæjarsafni, svo sem leikfangasýning, sýning um forleifauppgröft á staðnum, um sögu ljósmyndunar o.fl. Á sumrin má sjá húsdýr og upplifa mannlíf …
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Sjóminjasafnið í Reykjavík minnir á hversu mikilvægan sess sjósókn skipar í sögu okkar, en safnhúsið hýsti áður blómlega fiskvinnslu. Grunnsýningin „Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár“ fjallar um fiskveiðar á Íslandi frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000. Sýningin er nýleg, afar fjölbreytt og hentar öllum aldurshópum. Við bryggjuna …
Þjóðminjasafn Íslands
Ungir sem aldnir verða hugfangnir af safnkosti Þjóðminjasafni Íslands. Leyndardómar fortíðar ljúkast upp í spennandi örleiðsögnum Þjóðminjasafnsins þar sem má m.a. fræðast um hamfarir og drepsóttir fyrri tíma, drauga, huldufólk, hjátrú og galdra, þjóðsögur og kynjaskepnur. Á grunnsýningunni „Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár“ er saga þjóðarinnar sögð, allt frá landnámi til okkar daga. Gestir eru …
Sögusafnið á Grandagarði
Gissur Þorvaldsson mundar öxina vígalegur í bragði, reiðubúinn að vega Sturlu Sighvatsson; með brjálæðislegt blik í augum bregður Freydís Eiríksdóttir sverði undir bert brjóstið og hræðir þannig skrælingjaher á brott á Vínlandi; Þorgeir Ljósvetningagoði liggur undir feldi og hugsar upp lausn á því hvernig koma megi á friði milli kristinna og heiðingja… Á Sögusafninu spretta sumar af mikilvægustu persónum Íslandssögunnar …
Duus Safnahús
Duus Safnahús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar og hýsa aðal sýningarsali bæði Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þar er einnig Gestastofa Reykjaness Jarðvangs og fleiri sýningar. Í Listafninu getur fólk kynnt sér nýjustu strauma í myndlist en safnið hefur getið sér gott orð fyrir metnaðarfullar sýningar. Bryggjuhúsið frá 1877 er merkasta bygging safnsins en það var reist sem lagerhús fyrir Duus …
Rokksafn Íslands
Rokkið lifir í Reykjanesbæ! Rokksafn Íslands, safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi, er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Þar er einnig lítill kvikmyndasalur þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta …