Rokksafn Íslands

ListTónlist

Rokkið lifir í Reykjanesbæ! Rokksafn Íslands, safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi, er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Þar er einnig lítill kvikmyndasalur þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa.

Á meðal muna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Ellý Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni og þannig mætti lengi telja

Góð Rokkbúð og kaffi frá Kaffitári.


Tíu hugmyndir af afþreyingu á Reykjanesi:

  1. Á Reykjanesi eru fjölmargar fallegar gönguleiðir. Ef þú kýst gott útsýni er upplagð að ganga á fjallið Keili eða á Þorbjörn rétt við Grindavík.
  2. Víkingaheimar eru  í fallega hannaðri byggingu í Reykjanesbæ. Miðpunktur þess er víkingaskipið Íslendingur sem sigldi frá Íslandi til New York árið 2000. Það er eftirlíking af Gaukstaðaskipinu sem fannst í Noregi árið 1880.
  3. Gakktu yfir brúna milli heimsálfa; hvergi er auðveldara að fara á milli Evrópu og Norður-Ameríku!
  4. Skoðaðu aðra staði í Reykjanes jarðvangi, svo sem hið nýja Fagradalshraun í Geldingadölum, fallega hraunhella í eldri hraunum, Gunnhver eða Brimketil
  5. Dáðustu að litríku jarðhitasvæðinu í Seltúni við Krýsuvík og sjáðu gufurnar frá hverunum  stíga upp með tilheyrandi brennisteinslykt.
  6. Gakktu meðfram Kleifarvatni og upplifðu magnað dökkt tungllandslagið þar. Lestu síðan samnefnda bók Arnaldar Indriðasonar glæpasagnahöfundar.
  7. Skoðaðu tignarlegan Reykjanesvita, en þar skammt frá var fyrsti viti á Íslandi reistur 1908. Þar er stytta af síðasta Geirfuglinum, með útsýni til Eldeyjar, þar sem síðasti fuglinn var drepinn 1844.
  8. Það eru einnig blómlegar fuglabyggðir á Reykjanesi. Krýsuvíkurbjarg er stærsta fuglabjarg nessins með um 60.000 varpfugla á sumrin.
  9. Ef þú ert á ferðinni myrkri skaltu fylgjast vel með norðurljósaspánni. Í heiðskíru veðri er hrífandi útsýni við Garðskagavita. Brimið þar getur einnig verið stórfenglegt þegar vindur blæs.
  10. Skelltu þér í eina af sundlaugum eða baðstöðum svæðisins. Vatnaveröld í Keflavík er tilvalin fyrir fjölskyldur og ekki má gleyma hinu heimsfræga Bláa Lóni.

Nánari upplýsingar á www.visitreykjanes.is

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær
info@hljomaholl.is
www.rokksafn.is
420 1030
Opnunartímar:

Daglega allt árið 11-18.

HreinlætisaðstaðaMinjagripasalaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is