Sögusafnið á Grandagarði

BókmenntirVíkingar

Gissur Þorvaldsson mundar öxina vígalegur í bragði, reiðubúinn að vega Sturlu Sighvatsson; með brjálæðislegt blik í augum bregður Freydís Eiríksdóttir sverði undir bert brjóstið og hræðir þannig skrælingjaher á brott á Vínlandi; Þorgeir Ljósvetningagoði liggur undir feldi og hugsar upp lausn á því hvernig koma megi á friði milli kristinna og heiðingja…

Á Sögusafninu spretta sumar af mikilvægustu persónum Íslandssögunnar ljóslifandi fram. Kynnstu sögu okkar sem aldrei fyrr á ferð í gegnum fortíðina, sviðsettri með vönduðum leikmyndum og ótrúlega raunverulegum vaxbrúðum. Safnið endurspeglar þá atburði sem best lýsa sögu okkar, skópu örlög alþýðunnar og sýna forvitnilegar hliðar á landi og þjóð. Einnig er fjallað um veru papa á Íslandi, sögu Kelta og Melkorku Mýrkjartansdóttur, aftöku Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins, svartadauða og fleira.

Safngestum er leiðbeint um leikmyndir safnsins og sögu landsins með hljóðleiðsögn. Handgerðir munir og klæði auka enn á upplifunina. Gestum gefst einnig færi á að máta búninga og sveifla sverði!

Góð minjagripaverslun er við safnið. Á sömu hæð í húsinu er einnig hinn vinsæli veitingastaður Matur og Drykkur.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í Reykjavík og nágrenni:

  1. Farðu í bátsferð frá Reykjavíkurhöfn; skoðaðu hvali, lunda eða norðurljós, farðu í sjóstangveiði eða út í Viðey.
  2. Skoðaðu líflegt hafnarsvæðið úti á Granda með heillandi söfnum, listagalleríum, sérverslunum, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, ísbúðum og súkkulaðiverksmiðju.
  3. Það er alveg sérstök upplifun að skoða Whales of Iceland (hvalasýninguna) og síðan FlyOver Iceland (Ísland úr lofti) úti á Granda, þar sem þú upplifir helstu náttúrundur Íslands í mögnuðu sýndarflugi.
  4. Farðu í gönguferð um Reykjavík og skoðaðu sögulegar byggingar, menningarminjar, útilistaver helstu kennileitir, svo sem Hallgrímskirkju, Hörpu og Ráðhús Reykjavíkur.
  5. Gakktu um skógivaxna Öskjuhlíðina áður en þú ferð og skoðar fjölbreyttar sýningar í Perlunni um náttúru Ísland, íshelli, sérstaka norðurljósasýningu og fleira.
  6. Farðu í hjólaferð til að uppgötva fallega náttúru um allt höfuðborgarsvæðið, þar á meðal við ströndina og Gróttuvita, gróskumikinn Fossvogsdal og Elliðaárdal.
  7. Vertu menningarlegur! Heimsæktu Þjóðminjasafn Íslands, Sögusafnið, Listasafn Íslands, sýningar Listasafns Reykjavíkur, einkasýningar og gallerí í höfuðborginni.
  8. Farðu í sund! Prófaðu einhverja af sundlaugunum í höfuðborginni, sökktu þér í heitu pottana og þjóttu niður rennibrautirnar. Ef þú hefur hugrekki til skaltu prófa sjósund á Nauthólsvík! Svo er Sky Lagoon í Kópavogi nýr og spennandi baðstaður.
  9. Farðu í gönguferð! Allt í kringum höfuðborgina eru fjöll fyrir við allra hæfi, allt frá auðveldu Úlfarsfelli, Mosfelli og Helgafelli til krefjandi tinda á Esju og Vífilsfelli.
  10. Ef þú kemur að vetri skaltu heimsækja skíðasvæðin í Bláfjöll og Skálafelli, um 30 mínútna akstur fyrir utan Reykjavík,  með frábærum brekkum og aðstöðu fyrir snjóbretti, alpa- og gönguskíði.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visitreykjavik.is

Grandagarður 2, 101 Reykjavík
info@sagamuseum.is
www.sagamuseum.is
511 1517
Opnunartímar:

Daglega 10-17.

Pantanir fyrir skóla, hópa og sérpantanir eftir lokun: info@sagamuseum.is

HljóðleiðsögnHreinlætisaðstaðaMinjagripasalaSýningUpplýsingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is