Landnámabók er hesta heimildin um landnám Íslands. Í einnig gerð hennar, Hauksbók, er Herjólfur Bárðarson sagður fyrsti landnámsmaðurinn í Vestmannaeyjum. Hann settist líklega að í Herjólfsdal um 900. Margét Hermanns-Auðardóttir fornleifafræðingur hóf uppgröft í dalnum árið 1971 í alls fimm sumur (með hléum fram til 1983). Herjólfsbærinn er talinn vera fyrsta grjóthlaðna íbúðarhús á Íslandi. Árið 2005 var byggð eftirmynd …
Keldur á Rangárvöllum
Keldur eru fornt höfuðbýli þar sem höfðingi Oddaverja, Jón Loftsson, bjó sín síðustu æviár. Á Keldum var jafnframt kaþólskt klaustur í eina tíð. Þar er að finna torfbæ af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem hefur varðveist á Suðurlandi. Úr skálanum liggja jarðgöng sem talin eru vera frá 12. eða 13. öld og hafa vafalítið verið …
Hellarnir við Hellu
Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og …
Oddi á Rangárvöllum
Oddi á Rangárvöllum er einn af helstu sögstöðum á Íslandi og þar hefur verið kirkja síðan í byrjun kristni. Þekktastur Oddaverja var Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) sem stundaði námi við Svartaskóla í París. Um Sæmund hafa orðið til ýmsar þjóðsögur. Þá var hann líklega fyrstur íslenskra sagnaritara til að semja rit um Noregskonunga. Sonarsonur Sæmundar var Jón Loftsson, einn af …
Skyrland á Selfossi
Frá landnámi og til okkar daga hefur skyrið nært og styrkt Íslendinga í gegnum súrt og sætt. Skyrið á sér því langa sögu þar til það varð þekkt ofurfæða víða um lönd á síðustu árum. Skyrland er sýning um sögu skyrs í Gamla Mjólkurbúinu í nýja miðbænum á Selfossi. Þar kynnist þú ævintýri skyrsins í stuttu mál og lifandi myndum. …
Skansinn í Vestmannaeyjum
Skansinn var fallbyssuvirki sem Danakonungur lét reisa til að verjast erlendum kaupmönnum. Eftir Tyrkjaránið 1627 voru þar vopnaðir verðir. Á Skanssvæðinu er Stafkirkjan, eftirlíking af elstu kirkju á Íslandi. Kirkjan er gjöf frá Norðmönnum, byggð árið 2000 í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitökunnar. Þar er einnig Landlyst, fyrsta fæðingarheimili landsins og eitt elsta hús í Vestmannaeyjum frá 1848. Þar …
Eldheimar – Vestmannaeyjum
Ímyndaðu þér hvernig það var að vakna upp um miðja nótt við að eldgos var hafið í bænum þínum! Á gosminjasýningunni í Eldheimum í Vestmannaeyjum kemstu ansi nálægt sannleikanum, en þar er fjallað um Heimaeyjargosið árið 1973 á áhrifamikinn hátt. Þá urðu nær allir íbúar Heimaeyjar, um fimm þúsund manns, að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna í …
Sagnheimar, Vestmannaeyjum
Sagnheimum í Vestmannaeyjum tilheyra þrjú söfn: Byggðasafnið, Náttúrugripasafnið og Skanssvæðið. Stuðst er við nýjustu tækni við að miðla fræðslu til gesta. Stór hluti sýningarsvæðisins í byggðasafninu er svokallað bryggjusvæði þar sem hlusta má á átakanlegar sjóslysasögur, ótrúleg björgunarafrek og sjómannasöngva, skoða beituskúr, verbúð og bjargveiðikofa. Tyrkjaránið, á einnig sinn sess á sýningunni, en árið 1627 námu sjóræningjar íbúa eyjanna á …
Hornafjarðarsöfnin
Innan Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar eru söfn Sveitarfélagsins Hornafjarðar: byggða-, sjóminja- og náttúrugripasafn, listasafnið Svavarssafn, bókasafn og héraðsskjalasafn. Svavarssafn – listasafn. Svavar Guðnason, abstrakt listmálari, fæddist á Höfn árið 1909. Hann er talinn vera einn af mikilvægustu málurum Íslands á 20. öldinni og var róttækur meðlimur í COBRA listahópnum. Kjarni safneignar listasafnsins samanstendur af verkum Svavars Guðnasonar. Safnið á einnig verk eftir …
Þórbergssetur á Hala
Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er tileinkað lífi og starfi Þórbergs Þórðarsonar, eins merkasta rithöfundar 20. aldar (1888-1974). Hús setursins er auðþekkjanlegt með sínar risavöxnu bókarkili á efri langhlið. Þar eru fróðlegar og áhugaverðar sýningar um sögu þessarar afskekktu sveitar og verk Þórbergs. Hann ólst upp á Hala, í skugga Vatnajökuls og milli beljandi jökulfljóta. Íbúarnir voru mjög einangraðir, en …
Kirkjubæjarklaustur
Árið 1186 var stofnað nunnuklaustur af Benediktsreglu í Kirkjubæ á Síðu, þar sem nú heitir Kirkjubæjarklaustur, og var það starfrækt til ársins 1554. Þjóðsaga segir frá óhlýðnum nunnum sem áttu að hafa verið brenndar uppi á Systrastapa. Systravatn og Systrafoss ofan við byggðina heita einnig eftir þessum reglusystrum. Árið 1995-2006 fóru fram fornleifarannsóknir á rústasvæðinu við hlið gamla kirkjugarðsins á …
Skógasafn
Skógasafn undir Eyjafjöllum sem var stofnað árið 1949 er í raun mörg söfn þar sem má fræðast um sögu svæðisins, samgöngur og sjósókn. Húsasafninu tilheyra torfbær, skólabygging frá upphafi 20. aldar og fleiri gömul hús. Röltu á milli þeirra, gakktu í bæinn, skoðaðu gamla muni og innréttingar og sjáðu fyrir sér lífið á liðnum tímum. Á Byggðasafninu er yfirgripsmikið safn …
Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal
Á þjóðveldisöld var Þjórsárdalur gróinn og búsældarlegur, en árið 1104 varð mikið gos í Heklu sem umbreytti dalnum í gróðursnauða auðn. Þar hafa fundist fjölmargar rústir og sú merkasta er af stórbýlinu Stöng. Árið 1974, í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, var Þjóðveldisbærinn reistur með Stangarbærinn sem fyrirmynd. Reisulegur torfbærinn ber vott um stórhug höfðingja á þjóðveldisöld. Hann er …
Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka er í raun mörg söfn sem segja sögu heldri manna og alþýðunnar. Fortíðin lifnar við á fjölbreyttum sýningum safnsins en Eyrarbakki er í jaðri Gullna hringsins, vinsælustu ferðaleiðar á Íslandi. „Húsiðˮ, sem nefnt var svo því það gnæfði yfir torfhúsin þegar það var reist árið 1765, var heimili kaupmanna í nær 200 ár og eitt helsta …
Skálholt
Upplifðu þúsund ára sögu Skálholts, sem varð fyrsti biskupsstóll Íslands árið 1056. Þar stóð stærsta kirkja sem reist hefur verið á Íslandi, en núverandi kirkja frá árinu 1963 er mun minni. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti og var það fyrsta þéttbýlið á Íslandi. …
Laugarvatnshellar
Laugarvatnshellar eru manngerðir hellar á milli Þingvalla og Laugarvatns sem tilgáta er um að Papar hafi búið til fyrir landnám norrænna manna á Íslandi. Fyrir 100 árum síðan bjuggu þar ung hjón ásamt tveimur börnum sínum og búfénaði. Þau veiddu rjúpur og seldu þær í Reykjavík til að afla tekna. Þau voru einnig með greiðasölu fyrir ferðalanga sem á leið …
Þingvellir
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Á Þingvöllum var Alþingi stofnað árið 930 og kom þar saman til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum Íslendinga. Þingvellir eru jafnframt náttúruundur á heimsvísu og þar er elsti þjóðgarður Íslendinga. Fræðslumiðstöðin við Hakið …