Eldheimar – Vestmannaeyjum

MargmiðlunÓvenjulegtRústir

Ímyndaðu þér hvernig það var að vakna upp um miðja nótt við að eldgos var hafið í bænum þínum!

Á gosminjasýningunni í Eldheimum í Vestmannaeyjum kemstu ansi nálægt sannleikanum, en þar er fjallað um Heimaeyjargosið árið 1973 á áhrifamikinn hátt.  Þá urðu nær allir íbúar Heimaeyjar, um fimm þúsund manns,  að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna í skyndi. Margir sáu húsin sín sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur. Hraun og aska eyðilögðu  þriðjung byggðarinnar í Eyjum, eða  tæplega 400 hús og byggingar.   Miðpunktur sýningarinnar er húsið, sem stóð við Gerðisbraut 10. Húsið, sem grófst undir ösku í gosinu, hefur nú verið grafið upp.  Hægt er að sjá á áhrifamikinn hátt dæmi um hvernig náttúruhamfarirnar fóru með heimili fólks.

Á annarri sýningu í Eldheimum er  farið yfir þróun Surtseyjar sem reis úr hafi sunnan við Heimaey árið 1963. Eldgosið í Surtsey stóð í nær  4 ár. Eftir gosið var Surtsey gerð að lokuðu náttúruverndarsvæði sem gerði vísindaheiminum mögulegt að fylgjast með hvernig nýtt líf og vistkerfi verður til. Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 2008.

Í Eldheimum er góð minjagripaverslun.


Tíu tillögur að afþreyingu í Vestmannaeyjum og á fastalandinu í nágrenninu.

  1. Gakktu á fell og kletta í Heimaey, svo sem Heimaklett, Helgafell og Eldfell sem varð til í gosinu árið 1973 (jarðvegurinn enn heitur á nokkru dýpi). Þar er frábært útsýni yfir eyjarnar og upp á land.
  2. Farðu í siglingu um eyjarnar. Sjáðu þar meðal annars „Fílinn“, klett sem líkist fílshöfði, lunda og aðra sjófugla.
  3. Prófaðu að sveifla þér í Spröngunni í Heimakletti (kaðall með hnútum), sem er erfiðar en sýnist.
  4. Heimaey hentar vel til að fara á kajak, stunda hjólleiðar, sjóböð, golf …og fleira!
  5. Matgæðingar njóta sín vel á góðum veitingastöðum í Eyjum og þar er einnig brugghús!.
  6. Aftur til meginlandsins: „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi. Áhugaverðir fossar eru meðal annars Skógafoss, Seljalandsfoss, Hjálparfoss, Háifoss og Gullfoss.
  7. . Skoðaðu sögustaði Njáls sögu og vel varðveitta torfbæinn að Keldum á Rangárvöllum.
  8. Farðu í skipulagað jöklagöngu á Sólheimajökul og í snjósleðaferð á Mýrdalsjökul.
  9. Skoðaðu svartan sandinn í Reynisfjöru, brimið, stuðlabergsklettana og Reynisdranga. En farðu varlega, öldurnar geta verið lífshættulegar!
  10. Skoðaðu hin mörgu náttúru- og jarðfræðiundur í Kötlu jarðvangi og heimsæktu Kötlusýninguna á Vík.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visitvestmannaeyjar.is og www.south.is

Gerðisbraut 10, 900 Vestmannaeyjum
kristin@vestmannaeyjar.is
www.eldheimar.is
488 2702
846 6497
Opnunartímar:

6. maí – 14. október. Alla daga 11–18

15. október- 5 maí, miðvikudag til sunnudags 13 – 17

Opið er á öðrum tímum fyrir hópa samkvæmt samkomulagi.

HljóðleiðsögnHreinlætisaðstaðaMinjagripasalaMinjastaðurSýningUpplýsingarVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is