Byggðasafnið í Görðum

Sagatrail

Byggðasafnið í Görðum opnaði nýja grunnsýningu í aðalsýningarhúsi safnsins árið 2021 og var safnið tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2022.  Á sýningunni er líf íbúa á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit skoðað og sagan rakin frá sjávarþorpi og sveitasamfélagi á 17. öld til nútímalegs kaupstaðar á 21.öld. Sýningin skiptist í fjóra hluta, lífið til sjós, lífið í landi, lífið í vinnu og …

Akranesviti

Sagatrail

Tveir vitar eru á Breiðinni á Akranesi. Sá eldri byggður árið 1918 og en sá yngri árið 1944. Árið 2012 var Akranesviti yngri í fyrsta sinn opnaður almenningi til skoðunar en að þeim tíma voru það einungis vitaverðir sem höfðu aðgang að vitanum.  Hann er nú orðinn eitt mesta aðdráttarafl í komu ferðamanna á Akranes. Akranesviti sem reglulega er opinn, …

Hernámssetrið í Hvalfirði

Sagatrail

Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfirði var opnað árið 2012. Þar er sögð einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld. Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum. Hernámssetrið rekur …

Sjóminjasafnið á Hellissandi

Sagatrail

Í Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi eru varðveitt tvö áraskip, áttæringarnir Bliki og Ólafur Skagfjörð. Blika smíðaði Sæmundur Sigurðsson skipasmiður frá Geitareyjum fyrir Jón Jónsson bónda í Akureyjum í Helgafellsveit árið 1826. Bliki er elsta fiskveiðiskip sem varðveitt er á Íslandi. Ólafur var smíðaður í Flatey á Breiðafirði 1875 – 1880. Báðum skipunum var róið frá Hellissandi fram á sjöunda …

Sagnaseiður á Snæfellsnesi

admin

Sagnaseiður á Snæfellsnesi er félag um sögulega arfleifð og frásagnarhefðir á Snæfellsnesi. Markmið félagsins er að safna, varðveita og miðla sögulegum arfi Snæfellsness með ýmsum hætti. Sumir meðlimir félagsins hafa þróað einstaka þjónustu í formi sögumiðlunar. Þeir taka á móti gestum og bjóða upp á spjall um lífið og söguna á Snæfellsnesi. Markmið þeirra er að segja sögur, eiga samtal, …

Markaðsstofa Vesturlands

Sagatrail

Á Vesturlandi blasir sagan við í hverju skrefi.  Ferðastu um söguslóðir Vesturlands. Íslendingasögur, þjóðsögur eða bara sögur af mönnum og málefnum. Sögusvið þessara sagna er hvarvetna að finna á svæðinu. Flestar Íslendingasögurnar eru skráðar á Vesturlandi, svo sem Egils saga, Sturlunga, Laxdæla, Eyrbyggja saga og fleiri, og því er svæðið kallað „Sögulandið Vesturland“. Á Vesturlandi eru fjölbreyttir áninga- og þjónustustaðir …

Landbúnaðarsafn Íslands

Sagatrail

Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri varpar ljósi á sögu íslensks landbúnaðar. Í sveitasælunni í Borgarfirði er kjörið að kynna sér merka sögu íslensks landbúnaðar, skoða gömul landbúnaðartæki og velta fyrir sér framþróun þessarar mikilvægu greinar. Sérstök áhersla er lögð á upphaf tæknialdar í landbúnaði. Meðal merkustu muna Landbúnaðarsafnsins eru verðmætir gripir frá Ólafsdalsskólanum og frá búi Thors Jensen á Korpúlfsstöðum. Í …

Landnámssetrið í Borgarnesi

admin

Landnámssetrið í Borgarnesi er í tveimur af elstu húsum Borgarness, Pakkhúsinu og Búðarkletti, sem tengd hafa verið saman með nútímalegri byggingu þar sem er  minjagripa- og gjafavörusala. Kjarni setursins eru sýningarnar um Landnám Íslands og Egils sögu. Í Landnámssýningunni er sagan sögð með ljósabúnaði og skjám Þar er fjallað um Landnám Íslands, hvernig norrænir menn fóru að því að rata …

Eiríksstaðir

admin

Eiríksstaðir í Haukadal Dölum er lifandi safn þar sem þú upplifir víkingatímann á persónulegan hátt. Yljaðu þér við langeldinn í tilgátuhúsinu og hlýddu á sagnameistara í víkingaklæðnaði segja frá ábúendunum. Staðinn má nefna „vöggu landafundanna“ því þar hér reisti Eiríki rauði sér bú og stofnaði fjölskyldu með Þjóðhildi konu sinni. Eiríkur settist síðar fyrstur norrænna manna að á Grænlandi og …

Vínlandssetrið í Búðardal

admin

Nýleg sýning á Vínlandssetrinu í Búðardal í Dölum, sem  opnaði sumarið 2020,  segir frá landafundum feðganna Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi og í Norður-Ameríku. Einnig samskiptum norrænna manna við frumbyggja og af ættmóður margra þjóðþekktra einstaklinga; Guðríði Þorbjarnardóttur, sem lagði heiminn að fótum sér í kringum aldamótin 1000 og sigldi margsinnis yfir Atlantshafið. Sýningin býður upp á …

Snorrastofa í Reykholti

admin

Snorrastofa er menningar­ og miðaldasetur í Reykholti, reist sagnaritaranum, fræðimanninum og höfðingjanum Snorra Sturlusyni (1179–1241) og verkum hans. Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu. Hún er á jarðhæð Reykholtskirkju – Snorrastofu, en þar er sýning um Snorra Sturluson, auk þess sem boðið er upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt. Þar er einnig rekin …