Vínlandssetrið í Búðardal

BókmenntirListMaturVíkingar

Nýleg sýning á Vínlandssetrinu í Búðardal í Dölum, sem  opnaði sumarið 2020,  segir frá landafundum feðganna Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi og í Norður-Ameríku. Einnig samskiptum norrænna manna við frumbyggja og af ættmóður margra þjóðþekktra einstaklinga; Guðríði Þorbjarnardóttur, sem lagði heiminn að fótum sér í kringum aldamótin 1000 og sigldi margsinnis yfir Atlantshafið.

Sýningin býður upp á hljóðleiðsögn um sagnaheiminn á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Sýningin byggir að miklu leyti á sögnum úr Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu.  Hún samanstendur að miklu leyti af myndverkum tíu þekkra íslenskra listarmanna nútímans og er einstaklega lífleg og vel gerð. Þú ferðast um söguna með hljóðheiminn í eyrunum og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar.

Að sýningu lokinni má njóta veitinga úr sælkerabúri Dalanna með gæðakaffi á veitingastað Vínlandssetursins.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í Dölum og nágrenni:

  1. Farðu aftur til landnámsaldar á Eiríksstöðum í Haukadal. Skoðaðu tilgátubæinn og hlustaðu á sögur um lifnaðahætti íbúanna á 10. öld.
  2. Leggstu í bleyti í Guðrúnarlaug í friðsælu umhverfi Lauga í Sælingsdal.
  3. Þegar þú ferð um „Gullna söguhringinn“ í Dölunum geturðu skoðað staðina þar sem landnámsmennirnir Auður djúpúðga og  Geirmundur heljarskinn bjuggu. Einnig sagnaritarinn Sturla Þórðarson og fleiri sögupersónur landnáms- og sögualdar.
  4. Ef þú hefur enn áhuga á söguhetjum Íslendingasagna skaltu heimsækja Landnámssetrið í Borgarnesi og kynna þér vel skáldið og víkinginn Egil Skallagrímsson.
  5. Friðsæl sveitaumgjörð Dalanna er tilvalin fyrir lengri og styttri gönguferðir.
  6. Smakkaðu vörur „beint frá býli“ á Rjómabúinu að Erpsstöðum í Dölum; osta, skyr, ís og aðrar mjólkurafurðir.
  7. Fáðu þér veiðileyfi til að veiða silung í Haukadalsvatni.
  8. Fáðu lifandi leiðsögn um húsdýragarðinn að Hólum í Hvammssveit í Dölum, þar sem mörg skemmtileg dýr er að finna.
  9. Veldu þér gönguleið á Laugum í Sælingsdal, eða gakktu milli Ár á Skarðsströnd og Voga á Fellsströnd og njóttu óspilltrar náttúru.
  10. Líttu við í Ólafsdal í Gilsfirði, sögustað þar sem fyrsti búnaðarskóli á Íslandi var stofnaður árið 1880 og þar sem landnámsskáli fannst árið 2017.

Nánari upplýsingar á www.visitdalir.is og www.west.is

Búðarbraut 1, 370 Búðardalur
info@vinlandssetur.is
www.vinlandssetur.is
434 1441
Opnunartímar:

15. maí – 19. júní kl. 15-21                    20. júní – 14. ágúst kl. 12-21
15. ágúst – 30. sept. kl. 15-21      Opið fyrir hópa á öðrum tímum.

HljóðleiðsögnHreinlætisaðstaðaSýningUpplýsingarVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is