Vatnsdalur og Þingeyrakirkja

Sagatrail

Vatnsdalur er 25 km langur dalur. Þar nam Ingimundur gamli Þorsteinson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó að Hofi.  Vatnsdalsvegur er 40 km langur og liggur um dalinn, beggja vegna Vatnsdalsár sem er með betri laxveiðiám á Íslandi. Vatnsdalurinn er einnig þekktur fyrir nær óteljandi Vatnsdalshóla. Vatnsdæla saga er ættarsaga Hofverja í Vatnsdal en þeir fóru með …

Þrístapar – síðasta aftakan

Sagatrail

Þrístapar eru þrír hólar í vestanverðum Vatnsdalshólum skammt norðan við hringveginn. Þar fór fram síðasta opinbera aftakan á Íslandi 12. janúar 1830 þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin fyrir morðin á Natani Ketilssynini og Pétri Jónssyni á Illugastöðum 1828. Böðullinn, Guðmundur Ketilsson, var bróðir Natans. Öxin og höggstokkurinn eru varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands en afsteypa af öxinni er …

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Sagatrail

Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það …

Fræðasetur um forystufé

Sagatrail

Íslenskar sauðkindur eru fagrar og harðgerðar. Þær geta verið tvenns konar: forystufé og annað fé. Forystufé hefur fylgt íslensku þjóðinni allt frá landnámi og hafa bændur í gegnum aldirnar notfært sér einstaka hæfileika þess.  Það sem greinir forystufé frá öðrum kindum er að það býr yfir ólíku gáfnafari, velur bestu leiðir og sýnir mikinn dugnað og hörku. Sagt er að …

Síldarminjasafn Íslands

Sagatrail

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins,  er í fimm húsum að grunnfleti alls um 2500 m². Róaldsbrakki er norskt síldarhús, byggt 1906-1907 fyrir Olaf Roald í Álasundi. Síðast var þar söltuð síld árið 1968. Endurbygging hússins hófst árið 1990 og var vígt sem safnhús 1994. Róaldsbrakki er hluti af hinni miklu söltunarstöð sem rekin var í rúmlega …

Vesturfarasetrið á Hofsósi

Sagatrail

Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnað 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914. Markmið setursins er að segja sögu fólksins sem fór og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Vesturfarasetrið býður upp á fjórar sýningar í þremur húsum auk ættfræðiþjónustu, bókasafn og íbúð fyrir fræðimenn. Sýningin  Annað land – Annað líf gefur góða …

Hólar í Hjaltadal

Sagatrail

Hólar í Hjaltadal er sögufrægur staður, umkringdur tignarlegum fjöllum,  og eitt helsta menningar- og menntasetur landsins í nær þúsund ár. Þar var biskupssetur frá 1106 til 1798. Þar er bæði að finna Háskólann á Hólum og Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja á Íslandi (frá 1783) með merkum kirkjugripum . Nýibær er fallegur torfbær sem reistur var árið 1860 og á …

Laufás í Eyjafirði

Sagatrail

Gamli torfbærinn í Laufási, sunnan við Grenivík, er hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins sem Minjasafnið á Akureyri hefur umsjón með. Búsetu í Laufási má rekja aftur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins eru viðir frá 16. og 17. öld. Bærinn var endurbyggður 1853-1882. Laufásbærinn er í nú húsmunum og áhöldum líkur því sem tíðkaðist í kringum 1900. Í gestastofunni …

Minjasafnið á Akureyri

admin

Minjasafnið  á Akureyri hefur frá upphafi verið í reisulegu íbúðarhúsi sem reist var 1934. Í því og sýningarsölunum frá 1978 eru sýningar safnsins. Stærsti gripur Minjasafnsins er svartbikuð timburkirkja stendur í Minjasafnsgarðinum sem var upphaflega byggð að Svalbarði austanmegin Eyjafjarðar árið 1846. Minjasafnsgarðurinn er ein af perlum Minjasafnsins og safngripur í sjálfu sér. Garðurinn er einn örfárra varðveittra íslenskra skrúðgarða frá aldamótunum …

Sauðaneshúsið á Langanesi

Sagatrail

Sauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður 7 km norðan við Þórshöfn. Sauðaneshús, gamli prestsbústaðurinn, var byggt árið 1879 úr grágrýti og telst því elsta steinhús í Þingeyjarsýslum. Þar er áhugaverð minjasýning „Að sækja björg í björg“ sem dregur upp mynd af lífinu á Langanesi þegar búið var í húsinu. Þar er einnig veitingasala. Tíu hugmyndir að afþreyingu á Norðurlandi eystra: …

Snartarstaðir við Kópasker

Sagatrail

Snartarstaðir  eru aðeins 2 km frá Kópaskeri og hýsa Byggðasafn Norður-Þingeyinga. Þar er safn einstakra hannyrða og handverks af svæðinu auk ýmissa merkilegra muna úr atvinnustarfsemi íbúanna og af heimilum þeirra. Þar er einnig að finna 9000 binda bókasafn hjónanna Helga Kristjánssonar og Andreu Jónsdóttur sem kennd eru við Leirhöfn. Tíu hugmyndir að afþreyingu á Norðurlandi eystra: Láttu heillast af …

Grenjaðarstaður í Aðaldal

Sagatrail

Grenjaðarstaður í Aðaldal er einn stærsti torfbær landsins. Elsti hluti hans var reistur árið 1865 en búið var í bænum til ársins 1949. Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur, og þar var áður starfrækt pósthús. Torfbærinn er nú byggðasafn með á annað þúsund gripa og hægt er að ganga þar um og ímynda sér líf ábúenda fyrr …

Safnahúsið á Húsavík

admin

Menningarmiðstöð Þingeyinga er fjársjóðskista merkilegra safna og menningararfleifðar í Þingeyjarsýslum. Aðal starfsemin er í Safnahúsinu á Húsavík en einnig eru rekin söfn á vegum stofnunarinnar í Aðaldal, við Kópasker og á Langanesi. Lifðu þig inn í líf og störf sjómanna fortíðar í Sjóminjasafninu sem staðsett er í Safnahúsinu á Húsavík. Þar eru einnig náttúru- og menningarminjar settar saman á nýstárlegan …

Kakalaskáli

admin

Ferðastu aftur til 13. aldar og sjáðu fyrir þér þegar stríðandi fylkingum Sturlungaaldar laust saman á Haugsnesi í Skagafirði. Í Kakalaskála í Skagafirði lifnar sagan við með hljóðleiðsögn um sögu- og listasýningu frá átakatímum 13. aldar. Sýningin er helguð sögu Þórðar kakala, einum höfðingja Sturlungaættarinnar. Þórður barðist við Brand Kolbeinsson í Haugsnesbardaga árið 1246 og hafði betur. Sýninguna prýða 30 …

Spákonuhofið á Skagaströnd

admin

Hvað ber framtíðin í skauti sér? Í Spákonuhofinu á Skagaströnd er hægt að kynna sér sögu Þórdísar spákonu, landnámsmanns á Skagaströnd, en hennar er getið í nokkrum Íslendingasögum. Hún fóstraði Þorvald víðförla, fyrsta kristniboða Íslendinga, og var þekkt fyrir spádómsgáfu sína. Á sýningunni birtist spákonan gestum í líki vandaðrar vaxbrúðu og saga hennar er sögð á fallegum refli eftir Sigurjón …

Vatnsdælurefillinn

admin

Vatnsdæla saga er ættarsaga Hofverja í Vatnsdal og gerist á 9. til 11. öld, saga af ástum, átökum og erjum. Aðal sögusviðið er í Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu, en þræðir hennar liggja einnig til Noregs, Svíðþjóðar, Orkneyja og Skotlands. Sagan er talin skrifuð á síðari hluta 13. aldar. Verkefnið „Vatnsdæla á refli“ á fyrirmynd í Bayeux-reflinum sem saumaður var á 11. …

Glaumbær í Skagafirði

admin

Starfsemi í Glaumbæ er í höndum Byggðasafns Skagfirðinga, sem sér um varðveislu, rannsóknir og miðlun skagfirskrar menningar og minja. Bæjarins er fyrst getið í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu, en þar kemur fram að Snorri Þorfinnsson, sem fæddist á Vínlandi um árið 1000, hafi búið þar. Móðir hans var Guðríður Þorbjarnardóttir, víðförulasta kona á víkingaöld.  Stytta af þeim mæðginum …

1238: Baráttan um Ísland

admin

Sögusetrið 1238: Baráttan um Ísland á Sauðárkróki er gagnvirk og alltumlykjandi sýning um Örlygsstaðabardaga sem færir þig mun nær sögulegum stóratburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. Stígðu inn í söguna og taktu þátt í Örlygsstaðabardaga, fjölmennustu orrustu sem háð hefur verið á Íslandi, en þar börðust 3000 manns. Orrustan var ein af mörgum á Sturlungaöld (1220-1264), sem gerir hana að blóðugasta og …