Sauðfjársetur á Ströndum

Sagatrail

Sauðfjársetrið (stofnað árið 2002) er skemmtilegt safn með fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Það er staðsett í félagsheimilinu Sævangi rétt sunnan Hólmavíkur. Fastasýning Sauðfjársetursins ber heitið Sauðfé og sveitafólk á Ströndum, en umfjöllunarefni hennar er sauðfjárbúskapur frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum. Meðal þátta sem sýningin fjallar um eru t.d. sauðburður, heyskapur, jarðvinnsla, túnrækt, sauðfjársjúkdómar, mörk og eyrnamerki, afurðir, sláturtíð, smalamennska, réttir, ullarvinnsla, fjárhús, hættur …

Hólar í Hjaltadal

Sagatrail

Hólar í Hjaltadal er sögufrægur staður, umkringdur tignarlegum fjöllum,  og eitt helsta menningar- og menntasetur landsins í nær þúsund ár. Þar var biskupssetur frá 1106 til 1798. Þar er bæði að finna Háskólann á Hólum og Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja á Íslandi (frá 1783) með merkum kirkjugripum . Nýibær er fallegur torfbær sem reistur var árið 1860 og á …

Víkingafélagið Rimmugýgur

admin

Vík­inga­fé­lagið Rimm­ugýg­ur í Hafnar­f­irði er elsta og stærsta starf­andi vík­inga­fé­lagið á  Íslandi, stofnað árið 1997. Heitir félagið því eftir öxi Skarphéðins Njálssonar  í Brennu -Njálssögu. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar. Höfuðáhersla félagsins er á bardagaæfingar, klæðagerð og vandaða handverksmuni með skírskotun í  víkingatímann. Félagið hefur í gegnum árin tekið þátt í mörgum …

Skálholt

admin

Upplifðu þúsund ára sögu Skálholts, sem varð fyrsti biskupsstóll Íslands árið 1056. Þar stóð stærsta kirkja sem reist hefur verið á Íslandi, en núverandi kirkja frá árinu 1963 er mun minni. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti og var það fyrsta þéttbýlið á Íslandi. …