Vatnsdalur og Þingeyrakirkja

Sagatrail

Vatnsdalur er 25 km langur dalur. Þar nam Ingimundur gamli Þorsteinson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó að Hofi.  Vatnsdalsvegur er 40 km langur og liggur um dalinn, beggja vegna Vatnsdalsár sem er með betri laxveiðiám á Íslandi. Vatnsdalurinn er einnig þekktur fyrir nær óteljandi Vatnsdalshóla. Vatnsdæla saga er ættarsaga Hofverja í Vatnsdal en þeir fóru með …

Bessastaðir á Álftanesi

Sagatrail

Bessastaðir á Álftanesi eiga sér merka sögu. Á 13. öld voru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, á næstu öldum eru þeir aðsetur embættismanna, hýsa því næst helstu menntastofnun þjóðarinnar og heimili merkra rithöfunda en verða loks aðsetur þjóðhöfðingja. Saga Bessastaða á 20. öld tengist umfram allt því að þar hefur aðsetur forseta Íslands verið frá því stofnað var til embættisins …

Keldur á Rangárvöllum

Sagatrail

Keldur eru fornt höfuðbýli þar sem höfðingi Oddaverja, Jón Loftsson, bjó sín síðustu æviár. Á Keldum var jafnframt kaþólskt klaustur í eina tíð. Þar er að finna torfbæ af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem hefur varðveist á Suðurlandi. Úr skálanum liggja jarðgöng sem talin eru vera frá 12. eða 13. öld og hafa vafalítið verið …

Oddi á Rangárvöllum

Sagatrail

Oddi á Rangárvöllum er einn af helstu sögstöðum á Íslandi og þar hefur verið  kirkja síðan í byrjun kristni. Þekktastur  Oddaverja var Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) sem  stundaði námi við Svartaskóla í París. Um  Sæmund hafa orðið til ýmsar þjóðsögur. Þá var hann líklega  fyrstur íslenskra sagnaritara til að semja rit um Noregskonunga. Sonarsonur Sæmundar  var Jón Loftsson, einn af …

Hólar í Hjaltadal

Sagatrail

Hólar í Hjaltadal er sögufrægur staður, umkringdur tignarlegum fjöllum,  og eitt helsta menningar- og menntasetur landsins í nær þúsund ár. Þar var biskupssetur frá 1106 til 1798. Þar er bæði að finna Háskólann á Hólum og Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja á Íslandi (frá 1783) með merkum kirkjugripum . Nýibær er fallegur torfbær sem reistur var árið 1860 og á …

Sagnaseiður á Snæfellsnesi

admin

Sagnaseiður á Snæfellsnesi er félag um sögulega arfleifð og frásagnarhefðir á Snæfellsnesi. Markmið félagsins er að safna, varðveita og miðla sögulegum arfi Snæfellsness með ýmsum hætti. Sumir meðlimir félagsins hafa þróað einstaka þjónustu í formi sögumiðlunar. Þeir taka á móti gestum og bjóða upp á spjall um lífið og söguna á Snæfellsnesi. Markmið þeirra er að segja sögur, eiga samtal, …

Markaðsstofa Vesturlands

Sagatrail

Á Vesturlandi blasir sagan við í hverju skrefi.  Ferðastu um söguslóðir Vesturlands. Íslendingasögur, þjóðsögur eða bara sögur af mönnum og málefnum. Sögusvið þessara sagna er hvarvetna að finna á svæðinu. Flestar Íslendingasögurnar eru skráðar á Vesturlandi, svo sem Egils saga, Sturlunga, Laxdæla, Eyrbyggja saga og fleiri, og því er svæðið kallað „Sögulandið Vesturland“. Á Vesturlandi eru fjölbreyttir áninga- og þjónustustaðir …

Byggðasafn Árnesinga

admin

Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka er í raun mörg söfn sem segja sögu heldri manna og alþýðunnar. Fortíðin lifnar við á fjölbreyttum sýningum safnsins en Eyrarbakki er í jaðri Gullna hringsins, vinsælustu ferðaleiðar á Íslandi. „Húsiðˮ, sem nefnt var svo því það gnæfði yfir torfhúsin þegar það var reist árið 1765, var heimili kaupmanna í nær 200 ár og eitt helsta …

Skálholt

admin

Upplifðu þúsund ára sögu Skálholts, sem varð fyrsti biskupsstóll Íslands árið 1056. Þar stóð stærsta kirkja sem reist hefur verið á Íslandi, en núverandi kirkja frá árinu 1963 er mun minni. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti og var það fyrsta þéttbýlið á Íslandi. …

Þingvellir

admin

Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Á Þingvöllum var Alþingi stofnað árið 930 og kom þar saman til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum Íslendinga. Þingvellir eru jafnframt náttúruundur á heimsvísu og þar er elsti þjóðgarður Íslendinga. Fræðslumiðstöðin við Hakið …

Landnámssetrið í Borgarnesi

admin

Landnámssetrið í Borgarnesi er í tveimur af elstu húsum Borgarness, Pakkhúsinu og Búðarkletti, sem tengd hafa verið saman með nútímalegri byggingu þar sem er  minjagripa- og gjafavörusala. Kjarni setursins eru sýningarnar um Landnám Íslands og Egils sögu. Í Landnámssýningunni er sagan sögð með ljósabúnaði og skjám Þar er fjallað um Landnám Íslands, hvernig norrænir menn fóru að því að rata …

Eiríksstaðir

admin

Eiríksstaðir í Haukadal Dölum er lifandi safn þar sem þú upplifir víkingatímann á persónulegan hátt. Yljaðu þér við langeldinn í tilgátuhúsinu og hlýddu á sagnameistara í víkingaklæðnaði segja frá ábúendunum. Staðinn má nefna „vöggu landafundanna“ því þar hér reisti Eiríki rauði sér bú og stofnaði fjölskyldu með Þjóðhildi konu sinni. Eiríkur settist síðar fyrstur norrænna manna að á Grænlandi og …

Kakalaskáli

admin

Ferðastu aftur til 13. aldar og sjáðu fyrir þér þegar stríðandi fylkingum Sturlungaaldar laust saman á Haugsnesi í Skagafirði. Í Kakalaskála í Skagafirði lifnar sagan við með hljóðleiðsögn um sögu- og listasýningu frá átakatímum 13. aldar. Sýningin er helguð sögu Þórðar kakala, einum höfðingja Sturlungaættarinnar. Þórður barðist við Brand Kolbeinsson í Haugsnesbardaga árið 1246 og hafði betur. Sýninguna prýða 30 …

Snorrastofa í Reykholti

admin

Snorrastofa er menningar­ og miðaldasetur í Reykholti, reist sagnaritaranum, fræðimanninum og höfðingjanum Snorra Sturlusyni (1179–1241) og verkum hans. Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu. Hún er á jarðhæð Reykholtskirkju – Snorrastofu, en þar er sýning um Snorra Sturluson, auk þess sem boðið er upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt. Þar er einnig rekin …