Dalirnir eru svæði þar sem saga og náttúra mætast á einstakan hátt. Hér má rekja spor landnámsmanna og Íslendingasagna, en jafnframt njóta kyrrðar, fjölbreyttrar útivistar og hlýlegs samfélags. Dalirnir bjóða upp á upplifun sem sameinar menningararf og náttúrufegurð – staður til að ferðast hægt og njóta. Dalirnir – söguslóðir og náttúruupplifun Fá svæði landsins státa af jafn ríkulegri sögu og …
Uppsveitir Árnessýslu
Uppsveitir Árnessýslu eru svæði þar sem náttúra, menning og ævintýri mætast. Hér finnur þú frægar perlur og minna þekkta staði, fjölbreytta afþreyingu og einstaka upplifun sem hentar öllum aldurshópum. Náttúra, menning og ævintýri Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu, þar sem náttúrufegurðin sameinast heillandi menningu og ógleymanlegum ævintýrum! Hér má finna fjölmarga áhugaverða staði til að heimsækja – frægar náttúruperlur, sögustaði og …
Vatnsdalur og Þingeyri
Saga, náttúra og menningararfur Vatnsdalur og Þingeyri bjóða upp á einstaka nálægð við náttúru, sögu og menningu – fullkomið fyrir áhugasöm um íslenskan menningararf. Vatnsdalur – náttúruperla og sögusvið Íslendingasagna Vatnsdalur er 25 km langur dalur í Húnaþingi vestra og er þekktur fyrir fjölbreytta náttúru og sögulegt gildi. Þar nam Ingimundur gamli Þorsteinson land samkvæmt Landnámu og bjó að Hofi. …
Gljúfrasteinn – hús skáldsins Halldórs Laxness
Halldór Laxness (1902–1998) var fremstur í flokki íslenskra rithöfunda á 20. öld. Hann upplifði mestu breytingar sem orðið hafa í sögu Íslands á einni öld, frá bændasamfélagi til nútímans. Þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955 sameinaðist þjóðin um hann sem helsta tákn íslenskrar menningar og bókmennta. Gljúfrasteinn hús Halldórs Laxness í Mosfellsdal er í dag safn sem heldur …
Oddi á Rangárvöllum
Oddi á Rangárvöllum er einn af helstu sögstöðum á Íslandi og þar hefur verið kirkja síðan í byrjun kristni. Þekktastur Oddaverja var Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) sem stundaði námi við Svartaskóla í París. Um Sæmund hafa orðið til ýmsar þjóðsögur. Þá var hann líklega fyrstur íslenskra sagnaritara til að semja rit um Noregskonunga. Sonarsonur Sæmundar var Jón Loftsson, einn af …
EDDA – handritasýning
Árnastofnun, eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er rannsóknarstofnun með sjálfstæðan fjárhag og heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem stofnuninni eru falin eða hún á. Stofnunin er nýflutt …
Víkingaheimar
Hinir einstaklega fallegu Víkingaheimar hýsa víkingaskipið Íslending, sem smíðað var af hagleikssmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni frá Vestmannaeyjum. Gunnar sigldi skipinu árið 2000 frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands og New York, ásamt átta manna áhöfn. Tilefnið var að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Ameríku þúsund árum fyrr. Víkingaskipið Íslendingur er nákvæm eftirgerð af Gauksstaðaskipinu sem fannst við uppgöft í Vestfold Noregi …
Markaðsstofa Vesturlands – Sögulandið Vesturland
Markaðsstofa Vesturlands – Sögulandið Vesturland Markaðsstofa Vesturlands kynnir sögulandið Vesturland og heldur utan um upplýsingar um áhugaverða áfangastaði og fjölbreytta afþreyingu í landshlutanum. Á Vesturlandi blasir sagan við í hverju skrefi og gestir geta ferðast um sögulandið Vesturland þar sem Íslendingasögur, þjóðsögur og frásagnir af mönnum og málefnum lifna við. Sögulandið Vesturland – Íslendingasögur og þjóðsögur Flestar Íslendingasögurnar eru skráðar á …
Landnámssýningin og Reykjavík… sagan heldur áfram
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, …
Þjóðminjasafn Íslands
Ungir sem aldnir verða hugfangnir af safnkosti Þjóðminjasafni Íslands. Leyndardómar fortíðar ljúkast upp í spennandi örleiðsögnum Þjóðminjasafnsins þar sem má m.a. fræðast um hamfarir og drepsóttir fyrri tíma, drauga, huldufólk, hjátrú og galdra, þjóðsögur og kynjaskepnur. Á grunnsýningunni „Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár“ er saga þjóðarinnar sögð, allt frá landnámi til okkar daga. Gestir eru …
Sögusafnið á Grandagarði
Gissur Þorvaldsson mundar öxina vígalegur í bragði, reiðubúinn að vega Sturlu Sighvatsson; með brjálæðislegt blik í augum bregður Freydís Eiríksdóttir sverði undir bert brjóstið og hræðir þannig skrælingjaher á brott á Vínlandi; Þorgeir Ljósvetningagoði liggur undir feldi og hugsar upp lausn á því hvernig koma megi á friði milli kristinna og heiðingja… Á Sögusafninu spretta sumar af mikilvægustu persónum Íslandssögunnar …
Skriðuklaustur í Fljótsdal
Skriðuklaustur er sögustaður í Fljótsdal með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Skriðuklaustur var Ágústínusarklaustur sem starfaði frá 1493 til siðaskipta 1550. Það var fyrst og fremst hæli fyrir sjúka og fátæka og þar var starfrækt sjúkrahús. Minjasvæðið er opið allt árið. Á Skriðuklaustri stendur herragarðshúsið sem …
Þórbergssetur á Hala
Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er tileinkað lífi og starfi Þórbergs Þórðarsonar, eins merkasta rithöfundar 20. aldar (1888-1974). Hús setursins er auðþekkjanlegt með sínar risavöxnu bókarkili á efri langhlið. Þar eru fróðlegar og áhugaverðar sýningar um sögu þessarar afskekktu sveitar og verk Þórbergs. Hann ólst upp á Hala, í skugga Vatnajökuls og milli beljandi jökulfljóta. Íbúarnir voru mjög einangraðir, en …
Kirkjubæjarklaustur
Árið 1186 var stofnað nunnuklaustur af Benediktsreglu í Kirkjubæ á Síðu, þar sem nú heitir Kirkjubæjarklaustur, og var það starfrækt til ársins 1554. Þjóðsaga segir frá óhlýðnum nunnum sem áttu að hafa verið brenndar uppi á Systrastapa. Systravatn og Systrafoss ofan við byggðina heita einnig eftir þessum reglusystrum. Árið 1995-2006 fóru fram fornleifarannsóknir á rústasvæðinu við hlið gamla kirkjugarðsins á …
Landnámssetrið í Borgarnesi
Landnámssetrið í Borgarnesi er í tveimur af elstu húsum Borgarness, Pakkhúsinu og Búðarkletti, sem tengd hafa verið saman með nútímalegri byggingu þar sem er minjagripa- og gjafavörusala. Kjarni setursins eru sýningarnar um Landnám Íslands og Egils sögu. Í Landnámssýningunni er sagan sögð með ljósabúnaði og skjám Þar er fjallað um Landnám Íslands, hvernig norrænir menn fóru að því að rata …
Eiríksstaðir
Eiríksstaðir í Haukadal Dölum er lifandi safn þar sem þú upplifir víkingatímann á persónulegan hátt. Yljaðu þér við langeldinn í tilgátuhúsinu og hlýddu á sagnameistara í víkingaklæðnaði segja frá ábúendunum. Staðinn má nefna „vöggu landafundanna“ því þar hér reisti Eiríki rauði sér bú og stofnaði fjölskyldu með Þjóðhildi konu sinni. Eiríkur settist síðar fyrstur norrænna manna að á Grænlandi og …
Vínlandssetrið í Búðardal
Nýleg sýning á Vínlandssetrinu í Búðardal í Dölum, sem opnaði sumarið 2020, segir frá landafundum feðganna Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi og í Norður-Ameríku. Einnig samskiptum norrænna manna við frumbyggja og af ættmóður margra þjóðþekktra einstaklinga; Guðríði Þorbjarnardóttur, sem lagði heiminn að fótum sér í kringum aldamótin 1000 og sigldi margsinnis yfir Atlantshafið. Sýningin býður upp á …
Kakalaskáli
Ferðastu aftur til 13. aldar og sjáðu fyrir þér þegar stríðandi fylkingum Sturlungaaldar laust saman á Haugsnesi í Skagafirði. Í Kakalaskála í Skagafirði lifnar sagan við með hljóðleiðsögn um sögu- og listasýningu frá átakatímum 13. aldar. Sýningin er helguð sögu Þórðar kakala, einum höfðingja Sturlungaættarinnar. Þórður barðist við Brand Kolbeinsson í Haugsnesbardaga árið 1246 og hafði betur. Sýninguna prýða 30 …
Spákonuhofið á Skagaströnd
Hvað ber framtíðin í skauti sér? Í Spákonuhofinu á Skagaströnd er hægt að kynna sér sögu Þórdísar spákonu, landnámsmanns á Skagaströnd, en hennar er getið í nokkrum Íslendingasögum. Hún fóstraði Þorvald víðförla, fyrsta kristniboða Íslendinga, og var þekkt fyrir spádómsgáfu sína. Á sýningunni birtist spákonan gestum í líki vandaðrar vaxbrúðu og saga hennar er sögð á fallegum refli eftir Sigurjón …
Glaumbær í Skagafirði
Starfsemi í Glaumbæ er í höndum Byggðasafns Skagfirðinga, sem sér um varðveislu, rannsóknir og miðlun skagfirskrar menningar og minja. Bæjarins er fyrst getið í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu, en þar kemur fram að Snorri Þorfinnsson, sem fæddist á Vínlandi um árið 1000, hafi búið þar. Móðir hans var Guðríður Þorbjarnardóttir, víðförulasta kona á víkingaöld. Stytta af þeim mæðginum …
1238: Baráttan um Ísland
Sögusetrið 1238: Baráttan um Ísland á Sauðárkróki er gagnvirk og alltumlykjandi sýning um Örlygsstaðabardaga sem færir þig mun nær sögulegum stóratburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. Stígðu inn í söguna og taktu þátt í Örlygsstaðabardaga, fjölmennustu orrustu sem háð hefur verið á Íslandi, en þar börðust 3000 manns. Orrustan var ein af mörgum á Sturlungaöld (1220-1264), sem gerir hana að blóðugasta og …
Snorrastofa í Reykholti
Snorrastofa er menningar og miðaldasetur í Reykholti, reist sagnaritaranum, fræðimanninum og höfðingjanum Snorra Sturlusyni (1179–1241) og verkum hans til heiðurs. Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu. Hún er á jarðhæð Reykholtskirkju – Snorrastofu, en þar er sýning um Snorra Sturluson, auk þess sem boðið er upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt. Boðið er …
