Keldur á Rangárvöllum

ArfleifðByggingarMinjar

Keldur eru fornt höfuðbýli þar sem höfðingi Oddaverja, Jón Loftsson, bjó sín síðustu æviár. Á Keldum var jafnframt kaþólskt klaustur í eina tíð. Þar er að finna torfbæ af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem hefur varðveist á Suðurlandi. Úr skálanum liggja jarðgöng sem talin eru vera frá 12. eða 13. öld og hafa vafalítið verið notuð sem undankomuleið á ófriðartímum.

Þó svo að kjarni húsanna sé frá 19. öld þá er elsti hluti bæjarhússins elsti varðveitti hluti torfbæjar á Íslandi. Fjöldi útihúsa hafa einnig varðveist á Keldum. Þar er jafnframt kirkja sem byggð var af Guðmundi Brynjólfssyni, hreppstjóra, árið 1875.

Keldur draga nafn sitt af uppsprettum sem koma víða fram nálægt bænum.  Ábúendur  á Keldum komu við sögu í mörgum fornum bókmenntum, m.a. Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu helga.

Gamli bærinn á Keldum er í umsjón Þjóðminjasafns Íslands.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðurlandi:

  1. Fáðu leiðsögn um manngerðu Hellana við Hellu, sem mögulega eru að hluta eldri en landnám Íslands.
  2. Heimsæktu eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna LAVA á Hvolsvelli og Eldheima í Vestmannaeyjum.
  3. „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi; aðrir áhugaverðir fossar eru meðal annars Gullfoss, Hjálparfoss, Háifoss, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss.
  4. Skoðaðu hið fjölbreytta Skógasafn, eitt mest sótta safn á Íslandi.
  5. Ganga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum og að friðlandinu í Þórsmörk, er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi.
  6. Farðu í skipulagað jöklagöngu á Sólheimajökul og í snjósleðaferð á Mýrdalsjökul.
  7. Baðaðu þig í Seljavallalaug eða í náttúrulauginni í Landmannalaugum. Magnað umhverfi er á báðum stöðum.
  8. Heimsæktu sögustaðinn Odda á Rangárvöllum, þar sem er falleg kirkja, minnisvarðinn Sæmundur á selnum og merkilegur fornleifauppgröftur (fleiri manngerðir hellar!)
  9. Finndu til smæðar þinnar við Skógafoss og farðu göngustíginn upp að brún hans. Ef þú heldur áfram upp eftir Skógaá muntu sjá fjölda fagurra en minni fossa.
  10. Skoðaðu nýja miðbæinn á Selfossi þar sem eru endurgerðir af þekktur íslenskum húsum frá því um 1900. Þar er einnig Skyrsafnið.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is

Keldur, 851 Hella
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
www.thjodminjasafn.is
530 2270 (Keldur)
530 2200 (Þjóðminjasafnið)
Opnunartímar:
  • Gamli bærin er opinn alla daga 1. júní-31. ágúst kl. 10-17.
  • Boðið upp á leiðsögn kl. 11 og 15.
MinjastaðurSöguslóð
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is