Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun

Sagatrail

Upplifðu kraft jarðhitans Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun býður gestum að kynnast hvernig endurnýjanleg orka er framleidd í stærstu jarðvarmavirkjun Íslands. Hellisheiðarvirkjun framleiðir bæði rafmagn og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið og er einstakt dæmi um sjálfbæra orkunýtingu í verki. Sýnilegur jarðhiti – frá orku til nýsköpunar Á sýningunni fá gestir að skoða vélasalinn, horfa yfir vinnusvæðið og upplifa gagnvirkar sýningar sem útskýra …

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Sagatrail

Íslensk ull, útsaumur og þjóðbúningar Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi geymir hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Safnið veitir innsýn í tóvinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur í daglegu lífi. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem íslenskri ull var breytt í verslunarvöru. Hvert heimili var sjálfbjarga og …

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði

Sagatrail

Stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Safnið er í fimm húsum sem saman mynda um 2500 m² sýningarrými þar sem saga síldaráranna er endurvakin með munum, myndum, kvikmyndum og einstökum frásögnum. Róaldsbrakki – saga síldarsöltunar Róaldsbrakki er norskt síldarhús byggt 1906–1907. Þar var síðast söltuð síld árið 1968. Húsið var endurbyggt …

Skyrland á Selfossi

Sagatrail

Frá landnámi og til okkar daga hefur skyrið nært og styrkt Íslendinga í gegnum súrt og sætt. Skyrið á sér því langa sögu þar til það varð þekkt ofurfæða víða um lönd á síðustu árum. Skyrland er  sýning um sögu skyrs í Gamla Mjólkurbúinu í nýja miðbænum á Selfossi. Þar kynnist þú ævintýri skyrsins í stuttu mál og lifandi myndum. …

Smiðjan á Þingeyri

Sagatrail

Sögu Gömlu smiðjunnar á Þingeyri, eins og hún er nú kölluð, má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson kom heim úr vélsmíðanámi í Danmörku. Þaðan kom hann með ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs. Árið 1913 stofnaði hann ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co.  Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir …

Byggðasafn Hafnarfjarðar

admin

Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er að finna 7 sýningar. Í Pakkhúsinu, Sívertsens húsinu, Bookless Bungalow, Siggubæ, Beggubúð, Gúttó og á Strandstígnum. Á sýningunni „Þannig var…” í Pakkhúsinu er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Á efstu hæð hússins er skemmtileg leikfangasýning sérstaklega ætluð börnum. Í …

Sjóminjasafnið í Reykjavík

admin

Sjóminjasafnið í Reykjavík minnir á hversu mikilvægan sess sjósókn skipar í sögu okkar, en safnhúsið hýsti áður blómlega fiskvinnslu. Grunnsýningin „Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár“ fjallar um fiskveiðar á Íslandi frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000.  Sýningin er nýleg, afar fjölbreytt og hentar öllum aldurshópum. Við bryggjuna …

Duus Safnahús

admin

Duus Safnahús samanstanda af röð bygginga sem endurspegla ríka sögu og menningu svæðisins. Elsta húsið, Bryggjuhúsið, var reist af Duus verslun árið 1877, en yngsta húsið er frá árinu 1954. Þessi gömlu verslunar- og fiskvinnsluhús hafa verið endurnýjuð og hýsa nú sýningarsali Byggðasafns Reykjanesbæjar, Listasafns Reykjanesbæjar og gestastofu Reykjaness UNESCO jarðvangs. Þau eru lifandi menningarmiðstöð þar sem fjölbreytt menningar- og sýningarstarf fer fram. Þar …