Frakkar á Íslandsmiðum

Sagatrail

Sýningin Frakkar á Íslandsmiðum er er til húsa í tveimur reisulegum og uppgerðum byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900,  Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.  Meginsýning safnsins er þó í hvorugu húsanna, heldur  í undirgöngum sem tengja þau saman. Blómatími Frakka á Íslandsmiðum hófst um 1860 og stóð um 50 ára skeið. Á sýningunni er saga franskra skútusjómanna …

Óbyggðasetur Íslands

Sagatrail

Ferðastu með leiðsögn um ævintýri óbyggðanna og útlagaslóðir í sjónrænni og fjölbreyttri sýningu í Óbyggðasetri Íslands innst í Fljótsdal. Um leið og gestir leggja bílum sínum og ganga yfir gamla trébrú hjá setrinu stíga þeir inn í ævintýri fortíðar. Hvert smáatriði er hannað til að láta gestina upplifa að þeir taki þátt í því. Byggingar, innanstokksmunir, matur, starfsemi og vélar …

Minjasafnið Bustarfelli

Sagatrail

Í hinum fallega dal, Hofsárdal, stendur gamla ættarsetrið Bustarfell. Þessi torfbær, með rauðum stöfnum og grasi vöxnu þaki, er einn af elstu og best varðveittu bæjum sinnar tegundar á landinu. Árið 1532 keyptu Árni Brandsson og kona hans Úlfheiður bæinn Bustarfell. Síðan hefur sama ættin búið þar alla tíð. Lögð er áhersla á að sýning gripa sé sett upp á …

Múlastofa á Vopnafirði

admin

Múlastofa á Vopnafirð er í elsta húsi bæjarins, Kaupvangi (byggt 1884), sem einnig er menningarmiðstöð staðarins. Þar er sögð saga þeirra landskunnu bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona sem fæddir voru að Kirkjubóli í Vopnafirði. Jón Múli  (1921-2002) var þekktur fyrir störf sín sem útvarpsmaður, jazzisti og lagahöfundur.  Jónas (1923-1998)  var blaðamaður, ljóðskáld og alþingismaður. Saman sömdu þeir bræður ýmsa …

Skriðuklaustur í Fljótsdal

admin

Skriðuklaustur er sögustaður í Fljótsdal með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Skriðuklaustur var Ágústínusarklaustur sem starfaði frá 1493 til siðaskipta 1550. Það var fyrst og fremst hæli fyrir sjúka og fátæka og þar var starfrækt sjúkrahús. Minjasvæðið er opið allt árið. Á Skriðuklaustri stendur herragarðshúsið sem …

Minjasafn Austurlands

admin

Hreindýrin hafa í gegnum árin skapað náttúru og menningu Austurlands sérstöðu. Á sýningu Minjasafns Austurlands,  „Hreindýrin á Austurlandi“, er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverki og hönnun. Þar er líka hægt að horfa á …

Teigarhorn – fólkvangur

admin

Glitrandi steinar laða ferðalanga til fólkvangsins Teigarhorns við Berufjörð, en þar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum. Þar finnast auk þess aðrar steindir, s.s. ópall, bergkristall og silfurberg. Bærinn Teigarhorn skipar einnig sérstakan sess í sögu íslenskrar ljósmyndunar. Þar starfaði Nicoline Weywadt, sem hóf störf við ljósmyndun 1872, fyrst kvenna á Íslandi, og systurdóttir hennar, Hansína Björnsdóttir. Teigarhorn …

Langabúð á Djúpavogi

admin

Langabúð  er elsta hús  á Djúpavogi, reist árið 1790 (suðurhlutinn árið 1850). Þar er safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera, minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann, auk minjasafns. Á veitingastað Löngubúðar er boðið upp á girnilegar súpur, heimabakað brauð, kökur, pönnukökur og annað góðgæti. Ýmsir viðburðir er haldnir í Löngubúð. Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðausturlandi og Austfjörðum: Gakktu upp á …