Vatnsdælurefillinn
Vatnsdæla saga er ættarsaga Hofverja í Vatnsdal og gerist á 9. til 11. öld, saga af ástum, átökum og erjum. Aðal sögusviðið er í Vatnsdalur í Austur-Húnavatnssýslu, en þræðir hennar liggja einnig til Noregs, Svíðþjóðar, Orkneyja og Skotlands. Sagan er talin skrifuð á síðari hluta 13. aldar.
Verkefnið „Vatnsdæla á refli“ á fyrirmynd í Bayeux-reflinum sem saumaður var á 11. öld. Markmiðið er að endurvekja Vatnsdælu og segja söguna, sem er myndræn og átakamikil, út frá nýju sjónarhorni. Samhliða því er fornri útsaumsgerð, refilsaumnum, gerð skil.
Refillinn, sem er staðsettur í gamla Kvennaskólanum á Blönduósi, er byggður upp þannig að sagan rennur eftir honum eins og teiknimynd. Hann verður 46 metra langur og geta allir sem óska fengið að sauma út í hann. Þeir sem taka þátt fá nafn sitt í bók sem mun fylgja reflinum. 22 nemendur Listaháskóla Íslands árið 2011 teiknuðu refilinn undir stjórn Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur teiknara. Verklok eru áætluð árið 2030.
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Húnavatnssýslum:
- Ekki missa af því að skoða fallega sjávarklettinn Hvítserk við austanvert Vatnsnes. Samkvæmt þjóðsögunni er hann steinrunninn tröllkarl.
- Sjáðu Kolufossa steypast niður Kolugljúfur í Víðidal.
- Láttu spá fyrir þér í bolla, spil eða lófa á Spákonuhofinu á Skagaströnd. Kynntu þér sögu Þórdísar spákonu, fyrsta þekkta íbúa á svæðinu.
- Kauptu sögukort Vatndælu og skoðaðu sögustaðina í Vatnsdal (falleg hringleið).
- Farðu í styttri eða lengri hestaferð í fallegri náttúru svæðisins. Að fara á stökki í grynningum við Hópið er t.d. himnesk upplifun.
- Prófaðu að laxveiði í Vatnsdalsá eða stangveiði í öðrum ám eða vötnum í nágrenninu
- Heimsæktu staðina sem tengdust síðustu aftökunni á Íslandi árið 1930, þar á meðal Þingeyrar og Þrístapa, og lærðu um átakanlega sögu Agnesar Magnúsdóttur í bókinni Náðarstund (Burial Rites).
- Stoppaðu við klettaborgina Borgarvirki, í 177 metra hæð, sem var líklega notað í hernaðarlegum tilgangi. Þar eru fallegar stuðlabergsmyndanir.
- Farðu í selaskoðunarferð frá Hvammstanga.
- Kynntu þér hinn vandaða íslenska þjóðbúning og önnur dæmi um hefðbundinn útsaum og handverk í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi.
Frekari upplýsingar á www.northiceland.is