Þjóðminjasafn Íslands
Ungir sem aldnir verða hugfangnir af safnkosti Þjóðminjasafni Íslands. Leyndardómar fortíðar ljúkast upp í spennandi örleiðsögnum Þjóðminjasafnsins þar sem má m.a. fræðast um hamfarir og drepsóttir fyrri tíma, drauga, huldufólk, hjátrú og galdra, þjóðsögur og kynjaskepnur.
Á grunnsýningunni „Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár“ er saga þjóðarinnar sögð, allt frá landnámi til okkar daga. Gestir eru auk þess leiddir í gegnum Íslandssöguna með snertiskjám og ýmsu ítarefni. Herbergi með leikföngum og búningum, auk ratleikja, eru liður í að gera öllum kleift að njóta sýningarinnar sem best. Einnig eru sérstakar fjölskyldustundir á dagskrá en betur má kynnar sér þær á heimasíðu safnsins.
Hljóðleiðsögn um grunnsýningu fyrir snjallsíma er í boði á íslensku og átta öðrum tungumálum. Einnig er boðið uppá hinsegin hljóðleiðsögn, „Regnbogaþráðinn“, á íslensku og ensku en þar er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi.
Í Þjóðminjasafninu má finna safnabúð sem gefur gestum kost á að eignast vandaða minjagripi og aðra vöru sem endurspegla sýningar og gripi safnsins. Þá er einnig gott kaffihús á fyrstu hæð safnsins.
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Reykjavík og nágrenni:
- Farðu í bátsferð frá Reykjavíkurhöfn; skoðaðu hvali, lunda eða norðurljós, farðu í sjóstangveiði eða út í Viðey.
- Skoðaðu líflegt hafnarsvæðið á Granda með heillandi söfnum, listagalleríum, sérverslunum, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, ísbúðum og súkkulaðiverksmiðju.
- Það er alveg sérstök upplifun að skoða Whales of Iceland (hvalasýninguna) og síðan FlyOver Iceland (Ísland úr lofti) úti á Granda, þar sem þú upplifir helstu náttúrundur Íslands í mögnuðu sýndarflugi.
- Farðu í gönguferð um Reykjavík og skoðaðu sögulegar byggingar, menningarminjar, útilistaverk helstu kennileiti, svo sem Hallgrímskirkju, Hörpu og Ráðhús Reykjavíkur.
- Gakktu um skógivaxna Öskjuhlíðina áður en þú ferð og skoðar fjölbreyttar sýningar í Perlunni um náttúru Íslands, íshelli, sérstaka norðurljósasýningu og fleira.
- Farðu í hjólaferð til að uppgötva fallega náttúru um allt höfuðborgarsvæðið, þar á meðal við ströndina og Gróttuvita, gróskumikinn Fossvogsdal og Elliðaárdal.
- Vertu menningarlegur! Heimsæktu Sögusafnið, Landnámssýninguna í Aðalstræti, Listasafn Íslands, sýningar Listasafns Reykjavíkur, einkasýningar og gallerí í höfuðborginni.
- Farðu í sund! Prófaðu einhverja af sundlaugunum í höfuðborginni, sökktu þér í heitu pottana og renndu þér niður rennibrautirnar. Ef þú hefur hugrekki skaltu prófa sjósund á Nauthólsvík! Nýjasta viðbótin er svo baðstaðurinn Sky Lagoon í Kópavogi.
- Farðu í gönguferð! Allt í kringum höfuðborgina eru fjöll við allra hæfi, allt frá auðveldu Úlfarsfelli, Mosfelli og Helgafelli til krefjandi tinda á Esju og Vífilsfells.
- Ef þú kemur að vetri skaltu heimsækja skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli, um 30 mínútna akstur fyrir utan Reykjavík, með frábærum brekkum og aðstöðu fyrir snjóbretti, alpa- og gönguskíði.
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visitreykjavik.is