Safn Jóns Sigurðssonar
Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011, forystumanns sjálfstæðissinna á 19. öld, opnaði sýningin „Líf í þágu þjóðar – Jón Sigurðsson 1811-1879“ á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hún fjallar um líf og starf Jóns, sem fæddist og ólst upp á Hrafnseyri. Upplýsingum á sýningunni er komið fyrir á hjúpi úr plexígleri sem liðast sem samfellt straumfall úr einu herbergi í annað. Sýningin myndar þannig eina órofa heild upplifunar.
Gamli torfbærinn , sem er eftirlíking af húsinu sem Jón ólst upp í, hefur verið endurreist og þar geta gestir gætt sér þar á kaffi, kökum og vöfflum. Sérstök dagskrá er ávallt haldin á Hrafnseyri á þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní, sem jafnframt var afmælisdagur Jóns Sigurssonar.
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Arnarfirði og nágrenni:
- Gakktu upp með Dynjanda, frægasta fossi Vestfjarða.
- Heimsæktu Skrímslasafn Íslands á Bíldudal.
- Farðu í sjóstangveiði og veiddu í soðið.
- Skoðaðu Gömlu smiðjuna á Þingeyri frá 1913 þar sem allar vélar virka enn.
- Skoðaðu listigarðinn Skrúð í Dýrafirði, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi draga nafn sitt af.
- Skoðaðu Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði og lærðu meira um sögu svæðisins.
- Skoðaðu útsýnið af nýjum útsýnispalli á Bolafjalli, ef þú þorir!
- Skrafaðu við vermann frá fornri tíð í Sjóminjasafninu í Ósvör.
- Kynntu þér fyrsta landnema Íslands í Melrakkasetrinu í Súðavík.
- Sigldu til Hornstranda eða út í eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi.
Nánari upplýsingar á www.westfjords.is