Skyrland á Selfossi
Frá landnámi og til okkar daga hefur skyrið nært og styrkt Íslendinga í gegnum súrt og sætt. Skyrið á sér því langa sögu þar til það varð þekkt ofurfæða víða um lönd á síðustu árum.
Skyrland er sýning um sögu skyrs í Gamla Mjólkurbúinu í nýja miðbænum á Selfossi. Þar kynnist þú ævintýri skyrsins í stuttu mál og lifandi myndum. Gagnvirkur snertiveggur fer með þér í gegnum söguna með myndum og hljóði á magnaðan hátt. Torfbær í smækkaðri mynd sýnir sambýlið við kýrnar og gefur sýn í líf kvennanna sem í gegnum aldir sáu um mjólkurvinnslu og skyrgerð. Magnaðar ljósmyndir og fjöldi sjaldséðra muna á veggjum sýningarinnar varpa áhugaverðu ljósi á sögu mjókurvinnslu á Íslandi.
Í Skyrland eru í boði ýmsar gerðir af skyrsmakki fyrir hópa. Einnig býðst þeim að sameina heimsókn í Skyrland og stutta gönguferð með leiðsögn um nýja miðbæinn, þar sem sagt er frá sögu Selfoss og húsanna í miðbænum á lifandi hátt.
Tíu hugmyndir að afþreyingu á Gullna hringnum og nágrenni:
- Fáðu þér dýrindis íslenskan humar í veitingahúsi við ströndina, t.d. á Stokkseyri eða Eyrarbakka.
- Farðu í skipulagða kajakaferð frá Stokkseyri. Á vetrum er hægt að fara í ferðir í myrkrinu og njóta um leið norðurljósanna!
- Farðu í spennandi fjórhjólaferð um svartar sandstrendur á Suðurlandi.
- Láttu hræðast upp úr skónum á Draugasetrinu á Stokkseyri.
- Á hestamiðstöðinni Sólvangi við Eyrarbakka geturðu fengið fræðslu um íslenska hestinn, heimsótt hesthúsið og farið í útreiðartúr .
- Það eru gildar ástæður fyrir vinsældum Gullna hringsins. Þar eru þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Geysissvæðið/Strokkur og Gullfoss staðir allir þurfa að skoða.
- Sagan um 1900 lifnar við í heillandi gömlum húsum á Eyrarbakka og í nýja miðbænum á Selfossi. Á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka er auðvelt að sjá fyrir sér þorpslífið fyrr á tímum.
- Bleyttu þig! Auk margra sundlauga á svæðinu eru Reykjadalsá ofan Hvergerðis, Silfra á Þingvöllum (köfun og snorkl), Fontana Spa á Laugarvatni og Gamla laugin á Flúðum kjörnir staðir til þess.
- Heimsæktu gróðurhús! Þú getur fræðst um vistheimilið Sólheima, tómataræktun í Friðheimum, svepparækt á Flúðum og smakkað á gómsætum réttum úr afurðum þeirra.
- Ímyndaðu þér hvernig er að lifa í helli!. Skoðaðu manngerða Laugarvatnshella með leiðsögumanni sem segir þér frá lífi fólks sem þar bjó fyrir 100 árum .