Hellarnir við Hellu
Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu.
Ævintýraheimur Hellanna við Hellu er einstakur. Í heimsókninni fer leiðsögumaður með gesti í fjóra af hellunum. Heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám. Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðri sem er. Hellarnir eru friðlýstir og ganga verður um þá af virðingu. Því er eingöngu hægt að skoða þá í fylgd starfsmanna .
Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðurlandi:
- Skoðaðu sögustaði Njáls sögu og vel varðveitta torfbæinn að Keldum á Rangárvöllum.
- Heimsæktu eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna LAVA á Hvolsvelli og Eldheima í Vestmannaeyjum.
- „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi; aðrir áhugaverðir fossar eru meðal annars Gullfoss, Hjálparfoss, Háifoss, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss.
- Skoðaðu hið fjölbreytta Skógasafn, eitt mest sótta safn á Íslandi.
- Ganga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum og að friðlandinu í Þórsmörk, er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi.
- Farðu í skipulagað jöklagöngu á Sólheimajökul og í snjósleðaferð á Mýrdalsjökul.
- Baðaðu þig í Seljavallalaug eða í náttúrulauginni í Landmannalaugum. Magnað umhverfi er á báðum stöðum.
- Heimsæktu sögustaðinn Odda á Rangárvöllum, þar sem er falleg kirkja, minnisvarðinn Sæmundur á selnum og merkilegur fornleifauppgröftur (fleiri manngerðir hellar!)
- Finndu til smæðar þinnar við Skógafoss og farðu göngustíginn upp að brún hans. Ef þú heldur áfram upp eftir Skógaá muntu sjá fjölda fagurra en minni fossa.
- Skoðaðu nýja miðbæinn á Selfossi þar sem eru endurgerðir af þekktur íslenskum húsum frá því um 1900. Þar er einnig Skyrsafnið.
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is