Galdrasýningin á Hólmavík

ArfleifðMaturÓvenjulegt

17. öldin var myrkur tími í Íslandssögunni þegar angi af hinu evrópska galdrafári gekk yfir landið með tilheyrandi ofsóknum. Yfir 200 galdramál komu upp og yfir 21 einstaklingur var brenndur fyrir galdur. Á Galdrasýningunni er tvinnað saman sagnfræði galdrafársins ásamt fróðleik um galdur á Íslandi og hvernig hann birtist í þjóðtrúnni.

Íslenskur galdur er ólíkur því sem þekktist hjá öðrum þjóðum. Á Galdrasýningu á Ströndum gefst þér kostur á að sjá fyrir hvað fólk var dæmt- skræður og blöð, galdrastafi og gripi. Þar má einnig sjá hvernig galdrakúnstir lifðu í þjóðtrúnni og hverju menn ímynduðu sér að hægt væri að áorka með aðstoð yfirnáttúrulegra krafta.

Á efri hæð sýningarinnar er fjallað um hverjir kærðu og dæmdu í galdramálunum á Íslandi. Sagt er frá merkustu galdramálunum og hægt að skoða afrit af galdraskræðum og fræðast um ýmsa galdrastafi.

Galdur er notalegur veitingastaður í sama húsi Galdrasýningin þar sem má gæða sér á ljúffengum réttum sem galdraðir eru fram úr hráefni úr nærumhverfinu.  Þar er einnig góð minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Hólmavík, Ströndum og nágrenni: 

  1. Farðu í hvalaskoðun frá Hólmavík með Láki Tours.
  2. Skeltu þér í bað í sundlauginni á Hólmavík eða í Drangsnesi.
  3. Heimsæktu Sauðfjársetrið á Sævangi og fáðu fræðslu um mikilvægi sauðkindarinnar og sérstöðu Strandafjárins.
  4. Skoðaðu Kotbýli Kuklarans og  baðaðu þig svo í sundlauginni að Laugahóli í Bjarnarfirði.
  5. Heimsæktu Drangsnes og farðu í bátsferð út í Grímsey á Steingrímsfirði þar sem m.a. er mikil lundabyggð.
  6. Gerðu þér ferð norður í Árneshrepp á Ströndum og kynnstu síldarsögunni á Djúpuvík og Ingólfsfirði, skoðaðu Hvalárfoss í Ófeigsfirði og hina frábæru Krossneslaug.
  7. Renndu yfir Steingrímsfjarðarheiði og heimsæktu Heydal í Mjóafirði, Reykjalaug eða farðu út Snæfjallaströndina og skoðaðu sýningu um skáldið Stein Sreinarr.
  8. Skoðaðu hlunnindasafnið á Reykhólum og kynnstu þaraböðunum þar.
  9. Skrepptu yfir að Ólafsdal í Gilsfirði, hvar fyrsti búnaðarskóli á Íslandi var stofnaður árið 1880, þar sem mikil uppbygging á sér stað. Skoðaðu landnámsskálann sem þar fannst árið 2017.
  10. Í Dölunum er einnig spennandi að heimsækja dýragarðinn á Hólum í Hvammssveit, Vínlandssetrið í Búðardal og Eiríksstaði í Haukadal.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.westfjords.is og www.visitdalir.is

Höfðagötu 8-10, 510 Hólmavík
galdrasyning@holmavik.is
www.galdrasyning.is
897 6525
Opnunartímar:
  • 15. maí – 20.september 10-18.
  • 1. október – 14. maí 12-18. Um helgar 13-18.

Veitingastaðurinn Galdur er opinn á sama tíma og safnið.

HreinlætisaðstaðaMinjagripasalaSýningUpplýsingarVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is