Frakkar á Íslandsmiðum

ArfleifðByggingarIðnaður

Sýningin Frakkar á Íslandsmiðum er er til húsa í tveimur reisulegum og uppgerðum byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900,  Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.  Meginsýning safnsins er þó í hvorugu húsanna, heldur  í undirgöngum sem tengja þau saman.

Blómatími Frakka á Íslandsmiðum hófst um 1860 og stóð um 50 ára skeið. Á sýningunni er saga franskra skútusjómanna á Íslandi rakin, en Fáskrúðsfjörður var helsta bækistöð þeirra hér við land. Lifandi mynd er brugðið pp af lífi sjómanna um borð í  skútunum. Þá veitir safnið einnig innsýn í starfsemi Franska spítalans upp úr aldamótunum 1900.

Meginstarfsemi húsanna tilheyrir nú Fosshótel Austfirðir.

Tíu hugmyndir að afþreyingu í Fjarðabyggð og nágrenni:

  1. Skoðaðu Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði þar sem þú færð fræðslum um áhrif stríðsátakanna á Austurlandi og víðar.
  2. Heimsæktu Sjóminjasafn Austurlands og Randolffs sjóhús á Eskifiði til að fá innsýn í sögu sjósóknar og fiskveiða á svæðinu.
  3. Skoðaðu fjölbreyttar sýningar í Safnahúsinu á Neskaupstað.
  4. Fjöll Austfjarða eru fræg fyrir litríkar steintegundir; á Steinasafni Petru á Stöðvarfirði er ótrúlega fjölbreytt steinasafn til sýnis.
  5. Frekari upplýsingar um jarðfræði svæðisins færðu síðan með heimsókn í Breiðdalssetur á Breidalsvík.
  6. Komdu við og smakkaðu á bjór frá Beljandi handverksbrugghúsi og krá á Breiðdalsvík. Skoðaðu síðan fossinn Beljanda í Breiðdalsá, sem brugghúsið er skírt eftir.
  7. Lærðu um sögu Hans Jónatans, fyrsta hörundsdökka íbúa Djúpavogs, sem flúði úr þrældómi í Karíbahafi. Hann varð síðan verslunarmaður og mikilvægur þegn í samfélaginu.
  8. Skoðaðu „Eggin í Gleðivík“, frábært listaverk Sigurðar Guðmundssonar í Djúpavogi. Um er að ræða 34 egg fuglategunda sem verpa í nágrenninu mótuð í steina og í yfirstærð.
  9. Mjóifjörður er afar fallegur og upplagt að keyra hann á enda og út að  og Dalatanga þar sem standa tveir vitar.
  10. Laugaðu þig í Vök, nýju böðunum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.east.is

 

Hafnargata 12 , 750 Fáskrúðsfjörður
safnastofnun@fjardabyggd.is
www.fjardabyggd.is
475 1170
470 9063
Opnunartímar:
  • Sýningin er opin alla daga 15. maí – 30. september 10-18.
  • Utan þess tíma eftir samkomulagi.
GistingHreinlætisaðstaðaSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is