1238: Baráttan um Ísland
Sögusetrið 1238: Baráttan um Ísland á Sauðárkróki er gagnvirk og alltumlykjandi sýning um Örlygsstaðabardaga sem færir þig mun nær sögulegum stóratburðum en hefðbundnar fræðslusýningar.
Stígðu inn í söguna og taktu þátt í Örlygsstaðabardaga, fjölmennustu orrustu sem háð hefur verið á Íslandi, en þar börðust 3000 manns. Orrustan var ein af mörgum á Sturlungaöld (1220-1264), sem gerir hana að blóðugasta og afdrifaríkasta tímabili Íslandssögunnar. Höfðingjaveldi börðust í allsherjar borgarastyrjöld, sem lauk með því að Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu.
Með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika býðst þér að taka þátt í átakamestu atburðum Íslandssögunnar og beinlínis ferðast aftur til Sturlungaaldar. Taktu þér sverð og skjöld í hönd og reyndu fyrir þér sem stríðsmaður Sturlunga
1238 Baráttan um Ísland er áhugverð og fræðandi sýning um Sturlungaöldina, vopn og klæðnað þess tíma. Þar geta gestir gengið í gegnum „brennandi torfhúsˮ áður en þeir láta taka mynd af sér í miðaldaklæðnaði með vopn. Í andyri sýningarinnar er vönduð minjagripaverslun og veitingastaður með gómsætum mat út héraði.
Tíu hugmyndir að annarri afþreyingu í Skagafirði:
- Farðu í bátsferð með leiðsögn út í Drangey þar sem heimamenn létu fé ganga úti, veiddu fugla og týndu egg þeirra. Þar dvaldi útlaginn Grettir Ásmundarson á flótta undan yfirvöldum og var að lokum veginn þar.
- Baðaðu þig í endurgerðri Grettislaug á Reykjaströnd, þar sem Grettir sterki hitaði sig upp sig eftir erfitt sund frá Drangey og í land (um 7 km).
- Heimsæktu sögu- og listsýninguna í Kakalaskála þar sem þú fræðist um Haugsnesbardaga árið 1246, mesta bardaga Sturlungaaldar. Skoðaðu þar einnig „Grjóther“ Sigurðar Hansen sem er utandyra.
- Til að halda áfram ferðinni gegnum söguna skaltu heimsækja hinn vel varðveitta torfbæ í Glaumbæ Þar lærir þú um byggingarlist þess tíma og daglegt líf fólks á öldum áður. Þar er einnig stytta af Guðríði Þorbjarnardóttur, víðförulustu konu víkingaaldar, og syni hennar Snorra Þorfinnssyni sem er sagður vera fyrsti Evrópubúinn sem fæddist í Vesturheimi.
- Farðu í skemmtilega fljótasiglingu (rafting) í Austari-og Vestari-Jökulsá.
- Á meðal þú ert staddur í vöggu hestamennsku á Íslandi (Skagafirði) er við hæfði að fara í hestaferð. Ef þú ert á ferðinni að hausti skaltu ekki missa af stóðréttunum í Laufskálarétt, sem eru sannkölluð sveitahátíð.
- Kynntu þér sögu- og minjastaðinn Hóla í Hjaltadal, fallegu dómkirkjuna þar og sögusetur íslenska hestsins sem er opið á sumrin. Að Hólum er háskóli sem m.a. kennir ferðaþjónustu, hestafræði og fiskeldi.
- Á Vesturfarasetrinu á Hofsósi fræðist þú um orlög Íslendinga sem fluttust til Vesturheims undir lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar.
- Syntu og slakaðu á í sundlauginni á Hofsósi þar sem er frábært útsýni til Drangeyjar og víðar.
- Heimsæktu Víðimýrarkirkju, nærri Varmahlíð. Hún var byggð árið 1834 og er ein fallegasta og best varðveitta torfkirkja á Íslandi.
Nánari upplýsingar á www.visitskagafjordur.is