Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka er í raun mörg söfn sem segja sögu heldri manna og alþýðunnar. Fortíðin lifnar við á fjölbreyttum sýningum safnsins en Eyrarbakki er í jaðri Gullna hringsins, vinsælustu ferðaleiðar á Íslandi.
„Húsiðˮ, sem nefnt var svo því það gnæfði yfir torfhúsin þegar það var reist árið 1765, var heimili kaupmanna í nær 200 ár og eitt helsta menningarsetur landsins fram á 20. öld. Húsið gefur innsýn í líf fína fólks á Íslandi, en innanstokksmunir eru óbreyttir frá þeim tíma sem búið var í húsinu. Í borðstofu Hússins á Eyrarbakka gefur að líta athyglisverðar sýningar sem settar eru upp með reglulegu millibili.
Auk Hússins tilheyra byggðasafninu fleiri sögufræg hús: Assistentahúsið, Eggjaskúrinn, Kirkjubær og Sjóminjasafnið. Þar má finna snertifleti við ótal þræði tilverunnar sem tengjast lífi og störfum vinnufólks, sjómanna, iðnarmanna og fleiri samfélagshópa, örlagasögur, áhugamál, handverk, leikföng, náttúrurannsóknir og lífið sjálft með öllum sínum birtingarmyndum. Stórskemmtilegur ratleikur sameinar alla aldurshópa í fjölbreyttum þrautum tengdum safnkosti safnsins.
Tíu hugmyndir að afþreyingu á Gullna hringnum og nágrenni:
- Fáðu þér dýrindis íslenskan humar í veitingahúsi við ströndina, t.d. á Stokkseyri eða Eyrarbakka.
- Farðu í skipulagða kajakaferð frá Stokkseyri. Á vetrum er hægt að fara í ferðir í myrkrinu og njóta um leið norðurljósanna!
- Farðu í spennandi fjórhjólaferð um svartar sandstrendur á Suðurlandi.
- Láttu hræðast upp úr skónum á Draugasetrinu á Stokkseyri.
- Á hestamiðstöðinni Sólvangi við Eyrarbakka geturðu fengið fræðslu um íslenska hestinn, heimsótt hesthúsið og farið í útreiðartúr .
- Það eru gildar ástæður fyrir vinsældum Gullna hringsins. Þar eru þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Geysissvæðið/Strokkur og Gullfoss staðir allir þurfa að skoða.
- Ekki missa af því að heimsækja nýja miðbæinn á Selfossi, upplifa og skoða húsin þar – sem eru endurgerð af þekktur íslenskum húsum frá því um 1900.
- Bleyttu þig! Auk margra sundlauga á svæðinu eru Reykjadalsá ofan Hvergerðis, Silfra á Þingvöllum (köfun og snorkl), Fontana Spa á Laugarvatni og Gamla laugin á Flúðum kjörnir staðir til þess.
- Heimsæktu gróðurhús! Þú getur fræðst um vistheimilið Sólheima, tómataræktun í Friðheimum, svepparækt á Flúðum og smakkað á gómsætum réttum úr afurðum þeirra.
- Ímyndaðu þér hvernig er að lifa í helli!. Skoðaðu manngerða Laugarvatnshella með leiðsögumanni sem segir þér frá lífi fólks sem þar bjó fyrir 100 árum .
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is