Skógasafn
Skógasafn undir Eyjafjöllum sem var stofnað árið 1949 er í raun mörg söfn þar sem má fræðast um sögu svæðisins, samgöngur og sjósókn. Húsasafninu tilheyra torfbær, skólabygging frá upphafi 20. aldar og fleiri gömul hús. Röltu á milli þeirra, gakktu í bæinn, skoðaðu gamla muni og innréttingar og sjáðu fyrir sér lífið á liðnum tímum.
Á Byggðasafninu er yfirgripsmikið safn muna sem tengjast sjósókn og útræði frá sunnlenskum brimsöndum. Höfuðprýði safnsins er áttæringurinn Pétursey, byggður árið 1855 og í notkun til 1946. Þar eru einnig munir sem tengjast störfum bænda, hlutir úr daglegu lífi fyrr á öldum, húsbúnaðar, sýnishorn af handverki og uppstoppuð dýr.
Nýjasta viðbótin er Samgöngusafnið frá árinu 2002, með munum og farartækjum sem sýna þróun samgangna í landinu. Þar er einnig 80 ára sögu björgunarsveitanna gerð skil og einnig sögu landpóstanna.
Á safninu er góð minjagripasala og veitingastaðurinn Skógakaffi.
Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðurlandi:
- Finndu til smæðar þinnar við Skógafoss og farðu göngustíginn upp að brún hans. Ef þú heldur áfram upp eftir Skógaá muntu sjá fjölda fagurra en minni fossa.
- Ganga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum og að friðlandinu í Þórsmörk, er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi.
- „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi; aðrir áhugaverðir fossar eru meðal annars Gullfoss, Hjálparfoss, Háifoss, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss.
- Skoðaðu sögustaði Njáls sögu og vel varðveitta torfbæinn að Keldum á Rangárvöllum.
- Farðu í skipulagað jöklagöngu á Sólheimajökul og í snjósleðaferð á Mýrdalsjökul.
- Skoðaðu svartan sandinn í Reynisfjöru, brimið, stuðlabergsklettana og Reynidranga. En farðu varlega, öldurnar geta verið lífshættulegar!
- Skoðaðu hin mörgu náttúru- og jarðfræðiundur í Kötlu jarðvangi og heimsæktu Kötlusýninguna á Vík.
- Baðaðu þig í Seljavallalaug eða í náttúrulauginni í Landmannalaugum. Magnað umhverfi er á báðum stöðum.
- Heimsæktu eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna LAVA á Hvolsvelli og Eldheima í Vestmannaeyjum.
- Gakktu inn í Rútshelli, líklega elsta manngerða helli á Íslandi.
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is