Wapp – gönguapp
Wapp Walking app (göngu-app) hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Leiðarlýsingarnar notast við kortagrunn Samsýnar og þeim hlaðið fyrirfram inn í símann og svo notaðar án gagnasambands (offline).
Ljósmyndir og eru í öllum leiðarlýsingum og er þar einnig að finna upplýsingar um árstíðabundinn aðgang, bílastæði, almenningssalerni og ef ástæða er til að benda á hættur eða önnur varúðarsjónarmið á leiðunum. Upplýsingapunktar koma fram á hverri leið sem er merkt sem leiðsögn og vísa í lífríki, jarðfræði, örnefni eða annað sögulegt sem tengist umhverfinu.