Vesturfarasetrið á Hofsósi

ArfleifðByggingar

Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnað 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914. Markmið setursins er að segja sögu fólksins sem fór og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Vesturfarasetrið býður upp á fjórar sýningar í þremur húsum auk ættfræðiþjónustu, bókasafn og íbúð fyrir fræðimenn.

  • Sýningin  Annað land – Annað líf gefur góða mynd af lífi þeirra þúsunda Íslendinga sem fluttust til „nýja heimsins“. Raktar eru í máli og myndum ástæður þess að um fjórðungur þjóðarinnar fluttist búferlum til Ameríku, svo sem  harðindi, aflabrestur og erfiðar félagslegar aðstæður.
  • Á sýningunni Saga Brasilíufaranna er veitt innsýn í líf þeirra 39 einstaklinga sem lögðu af stað frá Íslandi út í óvissuna og enduðu í Brasilíu.
  • Sýningin Akranna skínandi skart segir sögu íslensku landnemanna í Norður-Dakóta.
  • Á sýningunni Þögul leiftur eru nærri 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Norður-Ameríku  á tímum vesturferðanna (1870 – 1910).

Tíu hugmyndir að afþreyingu í Skagafirði:

  1. Kynntu þér sögu- og minjastaðinn Hóla í Hjaltadal, fallegu dómkirkjuna þar og sögusetur íslenska hestsins sem er opið á sumrin. Að Hólum er háskóli sem m.a. kennir ferðaþjónustu, hestafræði og fiskeldi.
  2. Baðaðu þig í endurgerðri Grettislaug á Reykjaströnd, þar sem Grettir sterki hitaði sig upp sig eftir erfitt sund frá Drangey og í land (um 7 km).
  3. Taktu þátt í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld (árið 1238) á sýndarveruleikasýningunni 1238: Baráttan um Ísland á Sauðárkróki.
  4. Til að halda áfram ferðinni gegnum söguna skaltu heimsækja hinn vel varðveitta torfbæ í Glaumbæ Þar lærir þú um byggingarlist þess tíma og daglegt líf fólks á öldum áður. Þar er einnig stytta af Guðríði Þorbjarnardóttur, víðförulustu konu víkingaaldar, og syni hennar Snorra Þorfinnssyni sem er sagður vera fyrsti Evrópubúinn sem fæddist í Vesturheimi.
  5. Farðu í skemmtilega fljótasiglingu (rafting) í Austari-og Vestari-Jökulsá.
  6. Á meðal þú ert staddur í vöggu hestamennsku á Íslandi (Skagafirði) er við hæfði að fara í hestaferð. Ef þú ert á ferðinni að hausti skaltu ekki missa af stóðréttunum í Laufskálarétt, sem eru sannkölluð sveitahátíð.
  7. Heimsæktu sögu- og listsýninguna í Kakalaskála þar sem þú fræðist um Haugsnesbardaga árið 1246, mesta bardaga Sturlungaaldar. Skoðaðu þar einnig „Grjóther“ Sigurðar Hansen sem er utandyra.
  8. Farðu í bátsferð með leiðsögn út í Drangey þar sem heimamenn létu fé ganga úti, veiddu fugla og týndu egg þeirra. Þar dvaldi útlaginn Grettir Ásmundarson á flótta undan yfirvöldum og var að lokum veginn þar.
  9. Syntu og slakaðu á í sundlauginni á Hofsósi þar sem er frábært útsýni til Drangeyjar og víðar.
  10. Heimsæktu Víðimýrarkirkju, nærri Varmahlíð. Hún var byggð árið 1834 og er ein fallegasta og best varðveitta torfkirkja á Íslandi.

Nánari upplýsingar á www.visitskagafjordur.is

Kvosinni, 565 Hofsós
hofsos@hofsos.is
www.hofsos.is
453 7935
Opnunartímar:

Opið daglega frá 1. júní til 1. september 11-18.  Utan þess tíma eftir samkomulagi.

HreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is