Þórbergssetur á Hala
Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er tileinkað lífi og starfi Þórbergs Þórðarsonar, eins merkasta rithöfundar 20. aldar (1888-1974). Hús setursins er auðþekkjanlegt með sínar risavöxnu bókarkili á efri langhlið. Þar eru fróðlegar og áhugaverðar sýningar um sögu þessarar afskekktu sveitar og verk Þórbergs. Hann ólst upp á Hala, í skugga Vatnajökuls og milli beljandi jökulfljóta. Íbúarnir voru mjög einangraðir, en franskar seglskútur vöktu ævintýraþrá drengsins sem unni sögum og var staðráðinn í að gerast rithöfundur, þrátt fyrir lítil efni.
Fyrir ofan Hala er minnisvarði um bræðurna frá Hala, Þórberg, Steinþór og Benedikt. Út frá honum hafa verið merktar tvær gönguleiðir í austur og vestur og eru þær settar upp sem spennandi ratleikir. Hægt er að fara þessar gönguleiðir á eigin vegum eða með leiðsögn. Einnig er hægt er að panta gönguferðir með leiðsögn um stærra svæði í fallegu landslagi Suðursveitar.
Á Hala er einnig rekið sveitahótel, minjagripasala og veitingastaður með mat beint frá býli.
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Ríki Vatnajökuls:
- Sigldu á milli ísjaka á Jökulsárlóni eða Fjallsárlóni.
- Skoðaðu glitrandi „demanta“ – bráðnandi ísjaka – svartri fjörunni neðan við Breiðamerkursand.
- Farðu í skipulagða ferð á Vatnajökul, gangandi eða á skíðum, á vélsleða eða ofurjeppa. Þá er íshellaferð ómissandi á þessu svæði.
- Reyndir göngumenn geta farið í skipulagð gönguferð upp á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands.
- Farðu í skemmtilega fuglaskoðunarferð á Ingólfshöfða.
- Heimsæktu þjóðgarðinn í Skaftafelli, gakktu að Svartafossi eða bókaðu þig í jöklagöngu með leiðsögn.
- Prófaðu fjallahjólreiðar í grænu og fögru umhverfi Kirkjubæjarklausturs.
- Skoðaðu Lakagíga (Laka), magnaða gígaröð sem myndaðist í Skaftáreldum 1783-84, einu mesta eldgosi í heiminum á sögulegum tíma (565 km2 og 12 m3). Um 50 km norður af Kirkjubæjarklaustri
- Prófaðu heitu pottana utandyra að Hoffelli, þar sem er gnægð jarðhita.
- Komdu við á Höfn; skoðaðu listasafn Svavars Guðnasonar (Svavarssafn), steinasafn og gæddu þér á ljúffengum humri.
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.vistitvatnajokull.is og www.south.is