Spákonuhofið á Skagaströnd
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Í Spákonuhofinu á Skagaströnd er hægt að kynna sér sögu Þórdísar spákonu, landnámsmanns á Skagaströnd, en hennar er getið í nokkrum Íslendingasögum. Hún fóstraði Þorvald víðförla, fyrsta kristniboða Íslendinga, og var þekkt fyrir spádómsgáfu sína. Á sýningunni birtist spákonan gestum í líki vandaðrar vaxbrúðu og saga hennar er sögð á fallegum refli eftir Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuð og myndlistarmann.
Farið er í gegnum sýninguna með lifandi leiðsögn um spár, spádóma og spáaðferðir. Einnig er boðið upp á sögustund þar sem saga Þórdísar er rakin. Gestum er síðan frjálst að skyggnast inn í framtíðina og láta spá fyrir sér með rúnum eða spilum, í bolla eða með lófalestri. Börn mega gramsa í gullkistu Þórdísar og skoða gersemarnar sem leynast þar. Í Litlu sölubúðinni er boðið upp á handverk úr heimabyggð. Einnig eru í boði kaffiveitingar.
Það er skemmtilegt að ganga upp á Spákonufell fyrir ofan þorpið. Falleg akstursleið er í kringum Skaga til Skagafjarðar og ýmsir sögustaðir og áhugaverð náttúrufyrirbrigði á leiðinni.
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Húnavatnssýslum:
- Ekki missa af því að skoða fallega sjávarklettinn Hvítserk við austanvert Vatnsnes. Samkvæmt þjóðsögunni er hann steinrunninn tröllkarl.
- Sjáðu Kolufossa steypast niður Kolugljúfur í Víðidal.
- Settu mark þitt á söguna, bókstaflega, og taktu þátt í útsaumi á Vatnsdælureflinum á Blönduósi. Vatnsdæla saga, saga um ástir og baráttu, er hægt og rólega að lifna við í hinu 46 metra langa veggteppi sem byggt er á hinu fræga Bayeux refli frá 11. öld. Verklok eru áætluð um 2030.
- Kauptu sögukort Vatndælu og skoðaðu sögustaðina í Vatnsdal (falleg hringleið).
- Farðu í styttri eða lengri hestaferð í fallegri náttúru svæðisins. Að fara á stökki í grynningum við Hópið er t.d. himnesk upplifun.
- Prófaðu að laxveiði í Vatnsdalsá eða stangveiði í öðrum ám eða vötnum í nágrenninu.
- Heimsæktu staðina sem tengdust síðustu aftökunni á Íslandi árið 1930, þar á meðal Þingeyrar og Þrístapa, og lærðu um átakanlega sögu Agnesar Magnúsdóttur í bókinni Náðarstund (Burial Rites).
- Stoppaðu við klettaborgina Borgarvirki, í 177 metra hæð, sem var líklega notað í hernaðarlegum tilgangi. Þar eru fallegar stuðlabergsmyndanir.
- Farðu í selaskoðunarferð frá Hvammstanga.
- Kynntu þér hinn vandaða íslenska þjóðbúning og önnur dæmi um hefðbundinn útsaum og handverk í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi.
Frekari upplýsingar á www.northiceland.is