Sjóminjasafnið í Reykjavík

ArfleifðIðnaður

Sjóminjasafnið í Reykjavík minnir á hversu mikilvægan sess sjósókn skipar í sögu okkar, en safnhúsið hýsti áður blómlega fiskvinnslu. Grunnsýningin „Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár“ fjallar um fiskveiðar á Íslandi frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin 2000.  Sýningin er nýleg, afar fjölbreytt og hentar öllum aldurshópum.

Við bryggjuna liggur varðskipið Óðinn sem áhugavert er að ganga um og skoða. Boðið er upp á leiðsögn um skipið.

Góð minjagripaverslun er við innganginn í safnið.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í Reykjavík og nágrenni:

  1. Farðu í bátsferð frá Reykjavíkurhöfn; skoðaðu hvali, lunda eða norðurljós, farðu í sjóstangveiði eða út í Viðey.
  2. Skoðaðu líflegt hafnarsvæðið á Granda með heillandi söfnum, listagalleríum, sérverslunum, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, ísbúðum og súkkulaðiverksmiðju.
  3. Það er alveg sérstök upplifun að skoða Whales of Iceland (hvalasýninguna) og síðan FlyOver Iceland (Ísland úr lofti) úti á Granda, þar sem þú upplifir helstu náttúrundur Íslands í mögnuðu sýndarflugi.
  4. Farðu í gönguferð um Reykjavík og skoðaðu sögulegar byggingar, menningarminjar, útilistaver helstu kennileitir, svo sem Hallgrímskirkju, Hörpu og Ráðhús Reykjavíkur.
  5. Gakktu um skógivaxna Öskjuhlíðina áður en þú ferð og skoðar fjölbreyttar sýningar í Perlunni um náttúru Ísland, íshelli, sérstaka norðurljósasýningu og fleira.
  6. Farðu í hjólaferð til að uppgötva fallega náttúru um allt höfuðborgarsvæðið, þar á meðal við ströndina og Gróttuvita, gróskumikinn Fossvogsdal og Elliðaárdal.
  7. Vertu menningarlegur! Heimsæktu Þjóðminjasafn Íslands, Sögusafnið, Landnámssýninguna í Aðalstræti, Listasafn Íslands, sýningar Listasafns Reykjavíkur, einkasýningar og gallerí í höfuðborginni.
  8. Farðu í sund! Prófaðu einhverja af sundlaugunum í höfuðborginni, sökktu þér í heitu pottana og þjóttu niður rennibrautirnar. Ef þú hefur hugrekki til skaltu prófa sjósund á Nauthólsvík! Nýjasti baðstaðurinn á svæðinu er svo hið glæsilega Sky Lagoon í Kópavogi.
  9. Farðu í gönguferð! Allt í kringum höfuðborgina eru fjöll fyrir við allra hæfi, allt frá auðveldu Úlfarsfelli, Mosfelli og Helgafelli til krefjandi tinda á Esju og Vífilsfelli.
  10. Ef þú kemur að vetri skaltu heimsækja skíðasvæðin í Bláfjöll og Skálafelli, um 30 mínútna akstur fyrir utan Reykjavík,  með frábærum brekkum og aðstöðu fyrir snjóbretti, alpa- og gönguskíði.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.reykjavik.is

Grandagarður 8, 101 Reykjavík
citymuseum@reykjavik.is
www.reykjavikcitymuseum.is
411 6300
Opnunartímar:

Daglega 10-17.

Dagleg leiðsögn í Óðinn kl. 13, 14 og 15.

HreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is