Óbyggðasetur Íslands

FerðirMargmiðlunMaturNáttúra

Ferðastu með leiðsögn um ævintýri óbyggðanna og útlagaslóðir í sjónrænni og fjölbreyttri sýningu í Óbyggðasetri Íslands innst í Fljótsdal. Um leið og gestir leggja bílum sínum og ganga yfir gamla trébrú hjá setrinu stíga þeir inn í ævintýri fortíðar. Hvert smáatriði er hannað til að láta gestina upplifa að þeir taki þátt í því. Byggingar, innanstokksmunir, matur, starfsemi og vélar gegna allt mikilvægu hlutverki í þessari reynslu.

Á Óbyggðasetrinu er einnig heit laug með fallegu útsýni, veitingastaður og þar er hægt að „sofa á safni“ í gamaldags baðstofu. Auk þess er þar boðið upp á gönguferðir, hestaferðir, fjallahjól, stjörnuskoðun, gönguskíðaferðir og hvataferðir. Maturinn er  útbúinn í gamla eldhúsinu fyrir framan gesti og áherslan er á staðbundin hráefni. Allt bakkelsi er bakað á staðnum. Laugin er frábær staður til að slappa af undir stjörnubjörtum vetrarhimni eða í miðnætursólinni að sumri. Í baðhúsinu er svo hægt að eiga notalega stund í sauna og í slökunarrýminu.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Héraði og nágrenni:

  1. Gakktu upp að Hengifossi sem er meðal hæstu og fegurstu fossum landsins. (hengifoss.is)
  2. Stökktu nokkrar aldir aftur í tímann og gakktu inn í síðasta kaþólska klaustrið á Íslandi, Skriðuklaustur, sem starfrækt var 1493-1554. Þar getur þú flakkað milli herbergja í sýndarveruleika og einnig er hægt að ganga um rústirnar sjálfar.
  3. Farðu í könnunarleiðangur um Hallormsstaðaskóg, stærsta skóg landsins með sínum háu trjám og góðum tjaldsvæðum. Kíktu eftir hvort þú kemur auga á Lagarfljótsorminn! (hallormsstadur.is)
  4. Skoðaðu Stuðlagil á Jökuldal með sínum ægifögrum bergmyndunum. (studlagil.is)
  5. Laugaðu þig í Vök, nýju böðunum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum eða á heiðum uppi í Laugarfelli.
  6. Bragðaðu úrvals bjór í Brugghúsi Austra á Egilsstöðum og Brugghúsi Beljanda á Breiðdalsvík.
  7. Hafðu augun hjá þér í von um að koma auga á hreindýr og lærðu meira um lifnaðarhætti þeirra á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum.
  8. Skoðaðu sýningu um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsstofu sem er staðsett á Skriðuklaustri við hliðina á Gunnarshúsi.
  9. Njóttu lífrænna rétta úr heimaræktuðu korni og grænmeti í Vallanesi og smakkaðu ekta skyr í kaffihúsinu Fjóshorninu á Egilsstaðabúinu.
  10. Snæddu ferskasta sushi landsins á veitingastaðnum Norð Austur á Seyðisfirði.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.east.is

Norðurdalur í Fljótsdal, 701 Egilsstaðir
info@wilderness.is
www.wilderness.is
440 8822
863 9494
Opnunartímar:
  • Gisting opin allt árið.
  • Sýning opin 15. maí – 30. september kl. 11-18
  • Veitingahús opið 15. maí-30. september kl. 8-21.

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

 

 

GistingGönguleiðirHreinlætisaðstaðaLeiðsögnSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is